Enski boltinn

Liverpool menn þurfa nú bara að treysta á sig sjálfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Liverpool eru nú þremur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Leikmenn Liverpool eru nú þremur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. EPA-EFE/David Klein

Sigur Liverpool á Manchester United á Old Trafford í gær hefur komið lærisveinum Jürgen Klopp í allt aðra og betri stöðu í baráttunni um að vera eitt af þeim fjórum ensku félögum sem spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Liverpool er reyndar fjórum stigum á eftir Chelsea, sem situr í fjórða sæti, en Liverpool á leik inni á Lundúnaliðið.

Liverpool á eftir að spila þrjá leiki á móti félögum sem hafa að engu að keppa, mæta West Brom á sunnudaginn en spila svo við Burnley 19. maí og lokaleikurinn er síðan á móti Crystala Palace 23. maí.

Liverpool er komið í Meistaradeildina ef liðið vinnur alla þessa þrjá leiki og ástæðan fyrir því er að liðin tvö fyrir ofan eiga eftir að mætast. Liverpool getur mest náð 69 stigum en Chelsea og Leicester City geta ekki bæði náð meira en 69 stigum.

Leicester City er sex stigum á undan Liverpool en hefur leikið leik meira. Liverpool er reyndar marki á eftir Leicester í markatölu og þyrfti að vinna það upp fari svo að Leicester menn tapi á móti Chelsea í innbyrðis leik liðanna.

Chelsea og Leicester City eru ekki aðeins í baráttu um Meistaradeildarsæti því liðin eiga líka möguleika á því að vinna titil um helgina.

Chelsea og Leicester City spila til úrslita um enska bikarinn á Wembley á morgun og mætast síðan aftur á Stamford Bridge á þriðjudaginn. Lokaleikur Leicester er síðan á heimavelli á móti Tottenham en Chelsea heimsækir Aston Villa í lokaumferðinni.

Lokaleikir Leicester City: [66 stig (+21)]

  • 18. maí: Úti á móti Chelsea (4. sæti)
  • 23. maí: Heima á móti Tottenham (7. sæti)
  • -

Lokaleikir Chelsea: [64 stig (+22)]

  • 18. maí: Heima á móti Leicester City (3. sæti)
  • 23. maí: Úti á móti Aston Villa (11. sæti)
  • -

Lokaleikir Liverpool: [60 stig (+20)]

  • 16. maí: Úti á moti West Brom (19. sæti)
  • 19. maí: Úti á móti Burnley (15. sæti)
  • 23. maí: Heima á móti Crystal Palace (13. sæti)Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.