Lífið

Stigin kynnt af Jaja ding dong-að­dáandanum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hannes Óli Ágústsson er þekktur fyrir að stela senum.
Hannes Óli Ágústsson er þekktur fyrir að stela senum. Skjáskot

Olaf Yohansson mun kynna stigin fyrir Íslands hönd í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar í ár. Úrslitin fara fram í Rotterdam þann 22. maí næstkomandi.

Margir velta kannski fyrir sér hver Olaf Yohansson sé en hann er kannski betur þekktur sem „Jaja ding dong-gaurinn“ sem leikinn er af Hannesi Óla Ágústsyni leikara í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem vakti mikla lukku síðasta haust.

Þetta kom fram í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV í kvöld en þar spjallaði Gísli við Olaf um nýja hlutverkið.

Kvikmyndin fjallar um Eurovision-aðdáendur á Húsavík og vakti mikla lukku víða, ekki síst hér á landi. Lagið Húsavík, sem var samið fyrir kvikmyndina, var meira að segja tilnefnt til Óskarsverðlauna.


Tengdar fréttir

Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum

Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.