Tíska og hönnun

Stofan gjörbreytt með ljósu parketi og hvítum gardínum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn stofu Valgerðar Helgu í síðasta þætti af Skreytum hús hér á Vísi.
Soffía Dögg Garðarsdóttir tók í gegn stofu Valgerðar Helgu í síðasta þætti af Skreytum hús hér á Vísi. Skreytum hús

„Mér finnst þetta bara æði, ég er mjög sæl með þetta,“ sagði Valgerður Helga eftir að hún hafði fengið að sjá breytinguna á stofunni sinni í síðasta þætti af Skreytum hús.

„Mér fannst æðislega gaman að labba hérna inn,“  sagði Valgerður Helga sátt. 

Þáttinn í heild sinni má svo horfa á í spilaranum okkar og á Stöð 2+ efnisveitunni.

Breytingin sem Soffía Dögg gerði var einstaklega vel heppnuð. Ljósara parket, ljósar gardínur og nýr litur á veggina gjörbreytti stofu Valgerðar Helgu. Hún valdi litinn á veggina út frá nýja hornsófanum svo allt tónaði vel saman.  

„Það sem kom mér mest á óvart var að mér finnst stofan hafa stækkað,“ sagði Valgerður Helga. Soffía Dögg sneri stofunni við og skipti á staðsetningum á sjónvarpinu og sófanum. 

Gangaborð og nettur stóll opnaði ganginn og aðkomuna að stofunni.

Gangaborð og nettur stóll opnaði ganginn og aðkomuna að stofunni.Skreytum hús

Soffía Dögg baldi fölbleika klappstóla til þess að nota ef Valgerður Helga fær fleiri en þrjá gesti í mat. Stólarnir eru geymdir á bak við gardínuna svo þeir eru ekki fyrir þegar þeir eru ekki í notkun.

Fyrir og eftir breytingar.Skreytum hús

Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu.

Alla Skreytum hús þættina má finna HÉR á Vísi. 


Tengdar fréttir

Skreytum hús: Barnaherbergi breytt í unglingaherbergi

Jóhann Ingimarsson fékk draumaherbergið sitt í síðasta þætti af Skreytum hús. Jóhann er níu ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá alvöru leikjastól og LED-ljósaborða í svefnherbergið sitt.

Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu

„Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.