„Þegar það gerist reyni ég að ýta honum af mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2021 16:20 Birta fer yfir áfallasögu sína í viðtali við þær Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpinu Eigin konur. Birta Blanco er 23 ára kona og lýsir hún erfiðum uppvexti þar sem hún fór milli fósturforeldra og móður á víxl í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Eigin konur. Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ræða við hana en Birta varð fyrir kynferðisofbeldi strax á ungaaldri. Birta var að flytja til ömmu sinnar fimmtán ára gömul vegna þeirra aðstæðna sem hún bjó við. Hún varð ólétt sautján ára og eignaðist þá dóttur sína Anastasíu þegar hún bjó á Akranesi. Stuttu síðar eignast hún aðra stúlku með öðrum manni. Faðir hennar er með fullt forræði yfir því barni og býr hann í Danmörku. Í viðtalinu segir Birta að það hafi verið erfitt að vera ung móðir og fólk hafi notfært sér það hversu undirgefin hún var. Birta hefur orðið fyrir mörgum áföllum í sínum lífi. „Ég var að vinna á leikskóla og þar var samstarfsmaður minn að beita mig kynferðislegri áreitni og nauðgaði mér síðan heima hjá mér. Ég hætti að mæta í vinnuna og sagði yfirmönnum frá þessu. Hann var strax rekinn. Eftir þetta fékk á þessa áráttu að taka mikið til. Ég vaknaði klukkan sex á morgnanna, tók til og fór með stelpurnar á leikskólann og hélt síðan áfram að taka til þangað til ég þurfti að sækja þær aftur. Svo gerist það að ég lamast fyrir framan sjónvarpið eitt kvöld og rétt svo næ að hringja í sjúkrabíl. Ég vissi ekki hvað var í gangi en þá var þetta ofsakvíði.“ Fór út í vændi Birta segist hafa sótt um endurhæfingu í Virk eftir atvikið og er hún þar enn í dag en atvikið átti sér stað í fyrra. Þegar Birta var um tvítugt leiddist hún út í vændi. „Eftir öll þessi áföll og ég var alein og þurfti bara pening. Hvernig á ég að halda þessari íbúð? Ég bara gerði þetta, stofnaði aðgang inn á Einkamál,“ segir Birta sem segist hafa fengið mörg skilaboð á dag, frá bæði karlmönnum og konum. „Reynslan mín var þannig lagað bara góð, ég var mjög heppin og hitti bara gaura sem voru mjög næs við mig og sýndu mér virðingu,“ segir Birta en bætir við að hún hafi ekki endilega verið búin að setja nægilega skýr mörk gagnvart sínum kúnnum og sér hún eftir því. „Þetta er bara allur aldur, giftir og ógiftir menn. Þetta eru líka konur sem eru yfirleitt í eldri kantinum. Ég hitti einu sinni konu sem var ógeðslega sæt og algjör dúlla. Hún var ekkja,“ segir Birta sem varð ekki fyrir ofbeldi í tengslum við vændið. „Ég var ógeðslega heppin og í raun ótrúlegt.“ Birta ákvað samt sem áður að hætta í vændi og snúa sér að Only Fans í fyrra. „Þetta gengur bara mjög vel. Þetta fer rosalega mikið upp og niður. Ég lendi í öðru áfalli í desember og hætti þá að vinna í tvo mánuði,“ segir Birta sem varð þá fyrir annarri nauðgun. Tók myndir á meðan „Ég þekki mann sem er ljósmyndari og hann fór að tala við mig hvort ég vildi myndatöku og ég samþykkti það. Hann bara nýtti sér það. Ég fer til hans og vil bara venjulegar tísmyndir í fötum. Ég finn bara hvað hann er byrjaður að vera óþægilegur í kringum mig meðan hann er að taka myndir. Hann byrjar lítið og er að kyssa á mér hendurnar og þá fer ég í hugarróf og hugsa, shit ekki aftur. Hann segir við mig, þú mátt fara úr fötunum, það á eftir að borga mikið betur ef þú gerir það. Ég fer bara úr og hann kemur með einhverja dýnu og setur á gólfið. Þarna hugsa ég, hann er að fara nauðga mér, þessi gæi. Næsta sem ég man er að ég horfi upp í loftið og sé rautt ljós í loftinu og held að hann sé að taka þetta upp. Hann var ekki að gera það, en þegar það gerist reyni ég að ýta honum af mér en svo þori ég því ekki og hætti við og hann bara klárar, og er að taka myndir á meðan.“ Eftir nauðgunina tók Birta upp dótið sitt og fór. Birta segir að þegar hún fari í það sem hún kallar hugarróf þá leiki hún með. „Ég er búin að þekkja þennan mann í nokkur ár, en þori ekki að kæra. Ég ætla ekki nálægt þessum manni aftur. Ég fékk þessar myndir sendar en ég gerði ekkert með þær. Hann hefur reynt að hafa samband en ég er búin að blokka hann alls staðar og get hann ekki.“ Eftir þetta áfall fór Birta í áfallameðferð á Klepp. „Ég var bara að hætta, eða ég ákvað að hætta.“ Í þættinum hér að neðan fer Birta nánar út í Only Fans umræðuna en þar kemur fram að stór partur af hennar fjölskyldu tali ekki við hana í dag út af Only Fans starfsins. Kynferðisofbeldi Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir ræða við hana en Birta varð fyrir kynferðisofbeldi strax á ungaaldri. Birta var að flytja til ömmu sinnar fimmtán ára gömul vegna þeirra aðstæðna sem hún bjó við. Hún varð ólétt sautján ára og eignaðist þá dóttur sína Anastasíu þegar hún bjó á Akranesi. Stuttu síðar eignast hún aðra stúlku með öðrum manni. Faðir hennar er með fullt forræði yfir því barni og býr hann í Danmörku. Í viðtalinu segir Birta að það hafi verið erfitt að vera ung móðir og fólk hafi notfært sér það hversu undirgefin hún var. Birta hefur orðið fyrir mörgum áföllum í sínum lífi. „Ég var að vinna á leikskóla og þar var samstarfsmaður minn að beita mig kynferðislegri áreitni og nauðgaði mér síðan heima hjá mér. Ég hætti að mæta í vinnuna og sagði yfirmönnum frá þessu. Hann var strax rekinn. Eftir þetta fékk á þessa áráttu að taka mikið til. Ég vaknaði klukkan sex á morgnanna, tók til og fór með stelpurnar á leikskólann og hélt síðan áfram að taka til þangað til ég þurfti að sækja þær aftur. Svo gerist það að ég lamast fyrir framan sjónvarpið eitt kvöld og rétt svo næ að hringja í sjúkrabíl. Ég vissi ekki hvað var í gangi en þá var þetta ofsakvíði.“ Fór út í vændi Birta segist hafa sótt um endurhæfingu í Virk eftir atvikið og er hún þar enn í dag en atvikið átti sér stað í fyrra. Þegar Birta var um tvítugt leiddist hún út í vændi. „Eftir öll þessi áföll og ég var alein og þurfti bara pening. Hvernig á ég að halda þessari íbúð? Ég bara gerði þetta, stofnaði aðgang inn á Einkamál,“ segir Birta sem segist hafa fengið mörg skilaboð á dag, frá bæði karlmönnum og konum. „Reynslan mín var þannig lagað bara góð, ég var mjög heppin og hitti bara gaura sem voru mjög næs við mig og sýndu mér virðingu,“ segir Birta en bætir við að hún hafi ekki endilega verið búin að setja nægilega skýr mörk gagnvart sínum kúnnum og sér hún eftir því. „Þetta er bara allur aldur, giftir og ógiftir menn. Þetta eru líka konur sem eru yfirleitt í eldri kantinum. Ég hitti einu sinni konu sem var ógeðslega sæt og algjör dúlla. Hún var ekkja,“ segir Birta sem varð ekki fyrir ofbeldi í tengslum við vændið. „Ég var ógeðslega heppin og í raun ótrúlegt.“ Birta ákvað samt sem áður að hætta í vændi og snúa sér að Only Fans í fyrra. „Þetta gengur bara mjög vel. Þetta fer rosalega mikið upp og niður. Ég lendi í öðru áfalli í desember og hætti þá að vinna í tvo mánuði,“ segir Birta sem varð þá fyrir annarri nauðgun. Tók myndir á meðan „Ég þekki mann sem er ljósmyndari og hann fór að tala við mig hvort ég vildi myndatöku og ég samþykkti það. Hann bara nýtti sér það. Ég fer til hans og vil bara venjulegar tísmyndir í fötum. Ég finn bara hvað hann er byrjaður að vera óþægilegur í kringum mig meðan hann er að taka myndir. Hann byrjar lítið og er að kyssa á mér hendurnar og þá fer ég í hugarróf og hugsa, shit ekki aftur. Hann segir við mig, þú mátt fara úr fötunum, það á eftir að borga mikið betur ef þú gerir það. Ég fer bara úr og hann kemur með einhverja dýnu og setur á gólfið. Þarna hugsa ég, hann er að fara nauðga mér, þessi gæi. Næsta sem ég man er að ég horfi upp í loftið og sé rautt ljós í loftinu og held að hann sé að taka þetta upp. Hann var ekki að gera það, en þegar það gerist reyni ég að ýta honum af mér en svo þori ég því ekki og hætti við og hann bara klárar, og er að taka myndir á meðan.“ Eftir nauðgunina tók Birta upp dótið sitt og fór. Birta segir að þegar hún fari í það sem hún kallar hugarróf þá leiki hún með. „Ég er búin að þekkja þennan mann í nokkur ár, en þori ekki að kæra. Ég ætla ekki nálægt þessum manni aftur. Ég fékk þessar myndir sendar en ég gerði ekkert með þær. Hann hefur reynt að hafa samband en ég er búin að blokka hann alls staðar og get hann ekki.“ Eftir þetta áfall fór Birta í áfallameðferð á Klepp. „Ég var bara að hætta, eða ég ákvað að hætta.“ Í þættinum hér að neðan fer Birta nánar út í Only Fans umræðuna en þar kemur fram að stór partur af hennar fjölskyldu tali ekki við hana í dag út af Only Fans starfsins.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög