Lífið

Falinn skemmtistaður í fjögurra milljarða villu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt hús.
Einstaklega fallegt hús.

Á YouTube-síðu Architectural Digest er oft fjallað um fallegar eignir um allan heim. Oft er um að ræða eignir í eigu þekktra einstaklinga.

Á dögunum kom út myndband þar sem fjallað er um fallegt einbýlishús í Corona Del Mar í Kaliforníu.

Eignin er á sölu fyrir 33 milljónir dollara eða um 4,1 milljarð króna.

Í húsinu má finna fimm svefnherbergi og tíu baðherbergi. Þar er að sjálfsögðu falleg sundlaug, líkamsrækt og fleira en það sem gerir eignina einstaka er að það er heill skemmtistaður í kjallaranum sem er í raun falinn.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um eignina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.