Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sylvía Hall skrifar
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími vísir

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir í sóttkví. Tveir þeirra búa í Ölfusi en vonast er til að búið sé að ná utan um hópsýkinguna þar á bæ.

Fjallað verður um þetta í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem við heyrum einnig í forstjóra Icelandair sem sér fram á bjartari tíma. Félagið fór sitt fyrsta áætlunarflug til Tenerife í morgun og mun fjölga áfangastöðum til muna í mánuðinum.

Við ræðum einnig við Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um nýjustu efnhagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hún fagnar að ýmis úrræði hafi verið framlengd út árið en hefði viljað sjá úrræði fyrir námsmenn og þá sem hafa verið lengi án atvinnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×