Bíó og sjónvarp

Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn

Kolbeinn Tumi Daðason, Snorri Másson og Tinni Sveinsson skrifa
Stúlknakórinn úr Borgarhólsskóla.
Stúlknakórinn úr Borgarhólsskóla. Skjáskot

Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Gera má ráð fyrir að um sé að ræða verulega landkynningu þar sem fleiri milljónir um allan heim sitja límdar við skjáinn til að fylgjast með sigurvegurum Óskarsins í ár. Þar eiga Íslendingar á sinn hátt séns á tveimur verðlaunum.

Já fólkið, teiknimynd eftir Gísla Darra Halldórsson, er tilnefnd sem besta stutta teiknimyndin. Molly Sanden og lagahöfundar eru tilnefnd til verðlauna fyrir sönglag ársins, Húsavíkurlagið. 

Auk þess er kvikmyndin Tenet er tilnefnd fyrir bestu leikmyndahönnunina. Eggert Ketilson var einn af yfirmönnum kvikmyndarinnar í leikmyndahönnum og komu margir Íslendingar að þeirri vinnu.

Beint streymi má finna á vef RÚV.


Tengdar fréttir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.