Sport

Heims­meistara­móti ís­lenska hestsins af­lýst

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heimsmeistaramóti íslenska hestsins hefur verið aflýst.
Heimsmeistaramóti íslenska hestsins hefur verið aflýst. Horses of Iceland

Alþjóðasamtök íslenska hestsins, FEIF, gáfu í morgun út tilkynningu þess efnis að heimsmeistaramóti íslenska hestsins árið 2021 hafi verið aflýst.

Mótið átti að fara fram í Herning í Danmörku frá 1. til 8. ágúst en nú hefur verið staðfest að mótinu hefur verið aflýst. 

Ástæðan er óvissa vegna kórónufaraldursins þar sem ekki er víst að allir meðlimir FEIF gætu tekið þátt.

Heimsmeistaramót íslenska hestsins fer því ekki fram fyrr en mótið í Hollandi árið 2023 fer fram.

Update on the World Championships for Icelandic Horses in Denmark 2021 Due to the general uncertainty caused by the...

Posted by FEIF on Thursday, April 22, 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.