Skreytum hús: Tók andköf þegar hún sá dásamlega barnaherbergið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. apríl 2021 07:00 Soffía Dögg tók í gegn barnaherbergi án þess að kaupa mikið af nýjum húsgögnum. Gott skipulag gerði gæfumuninn. Skreytum hús „Leikföng eru að taka yfir heimilið og við þurfum að koma skipulagi á þetta,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir um verkefnið sitt í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Þar gerði hún skemmtilegar breytingar á barnaherbergi í Árbænum. „Þau eru með alveg fullt af dóti hér inni,“ sagði Anna Sigríður Einarsdóttir um barnaherbergið. „En þau eru með dót inni í svefnherbergi hjá okkur og niðri í stofu.“ Barnaherbergið fyrir breytingu.Skreytum hús Barnaherbergið átti að verða að sameiginlegu rými fyrir systkini, fjögurra ára stúlku og eins árs dreng. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og alltaf mælum við með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram. Klippa: Skreytum hús - Barnaherbergi í Árbænum Farin að þrá breytingu „Okkur vantaði körfur, púða og allt þetta smálega,“ sagði Soffía Dögg um verslunarferðina þeirra. Þær fundu meðal annars rúmteppi, himnasængur og margt fleira. Anna Sigríður valdi líka fallegan bekk í barnaherbergið „Dóttir mín var að klippa og líma á leikskólanum og ég velti fyrir mér hvort að hún sé farin að þrá einhvers konar breytingu í svefnherberginu sínu,“ segir Anna Sigríður í þættinum og sýndi um leið úrklippur af svefnherbergjum úr IKEA vörubæklingi. Bast, viður og plöntur skapa hlýleika í barnaherbergjum að sögn Soffíu.Skreytum hús Stúlkan hafði sterkar skoðanir og valdi sér litinn Dásamlegur frá Slippfélaginu. „Hann er svo fallega blár og það er nefnilega svo fallegt að nota hvíta litinn með, nota bast með og smá viðartóna, svona til að ná hlýleikanum inn í rýmið,“ útskýrir Soffía Dögg. Flokkun á leikföngum spilaði stórt hlutverk í breytingunum og límmiðar voru svo notaðir til að merkja allar hirslurnar, allt á nú sinn stað í herberginu. Bast ljósakróna, tvö eins rúm og motta á gólfið náði svo að tengja allt rýmið saman. Stelpuherbergið var orðið að systkinaherbergi. Systkinin fengu dásamlega blátt herbergi.Skreytum hús „Þetta er bara ótrúlega flott,“ voru fyrstu viðbrögð Önnu Sigríðar en hún tók andköf þegar hún kom inn í barnaherbergið. Falleg leikföng til sýnis í hillum. Smádótið var flokkað í körfur og kassa.Skreytum hús Útkomuna má sjá í þættinum í spilaranum hér ofar í fréttinni. Í þættinum gerði Soffía Dögg einnig breytingar á stofunni og svæðinu undir stiganum. Geymsla varð þar að draumkenndu barnahorni og sjón er sögu ríkari. Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús verður hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.SKREYTUM HÚS Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+. Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Börn og uppeldi Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Fleiri fréttir Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Þau eru með alveg fullt af dóti hér inni,“ sagði Anna Sigríður Einarsdóttir um barnaherbergið. „En þau eru með dót inni í svefnherbergi hjá okkur og niðri í stofu.“ Barnaherbergið fyrir breytingu.Skreytum hús Barnaherbergið átti að verða að sameiginlegu rými fyrir systkini, fjögurra ára stúlku og eins árs dreng. Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og alltaf mælum við með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram. Klippa: Skreytum hús - Barnaherbergi í Árbænum Farin að þrá breytingu „Okkur vantaði körfur, púða og allt þetta smálega,“ sagði Soffía Dögg um verslunarferðina þeirra. Þær fundu meðal annars rúmteppi, himnasængur og margt fleira. Anna Sigríður valdi líka fallegan bekk í barnaherbergið „Dóttir mín var að klippa og líma á leikskólanum og ég velti fyrir mér hvort að hún sé farin að þrá einhvers konar breytingu í svefnherberginu sínu,“ segir Anna Sigríður í þættinum og sýndi um leið úrklippur af svefnherbergjum úr IKEA vörubæklingi. Bast, viður og plöntur skapa hlýleika í barnaherbergjum að sögn Soffíu.Skreytum hús Stúlkan hafði sterkar skoðanir og valdi sér litinn Dásamlegur frá Slippfélaginu. „Hann er svo fallega blár og það er nefnilega svo fallegt að nota hvíta litinn með, nota bast með og smá viðartóna, svona til að ná hlýleikanum inn í rýmið,“ útskýrir Soffía Dögg. Flokkun á leikföngum spilaði stórt hlutverk í breytingunum og límmiðar voru svo notaðir til að merkja allar hirslurnar, allt á nú sinn stað í herberginu. Bast ljósakróna, tvö eins rúm og motta á gólfið náði svo að tengja allt rýmið saman. Stelpuherbergið var orðið að systkinaherbergi. Systkinin fengu dásamlega blátt herbergi.Skreytum hús „Þetta er bara ótrúlega flott,“ voru fyrstu viðbrögð Önnu Sigríðar en hún tók andköf þegar hún kom inn í barnaherbergið. Falleg leikföng til sýnis í hillum. Smádótið var flokkað í körfur og kassa.Skreytum hús Útkomuna má sjá í þættinum í spilaranum hér ofar í fréttinni. Í þættinum gerði Soffía Dögg einnig breytingar á stofunni og svæðinu undir stiganum. Geymsla varð þar að draumkenndu barnahorni og sjón er sögu ríkari. Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús verður hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.SKREYTUM HÚS Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+.
Skreytum hús Hús og heimili Tíska og hönnun Börn og uppeldi Mest lesið Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Lífið „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Bíó og sjónvarp Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Tíska og hönnun Álfa- og jólahúsið í Laugardalnum heyrir sögunni til Lífið „Þetta drepur fólk á endanum“ Lífið Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jól Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Tónlist Ólafur og Guðrún flytja inn saman Lífið Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Lífið Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Áskorun Fleiri fréttir Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira