Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 19:20 Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. Fyrir utan ferðaþjónustu í lamasessi er staða efnahagsmála í flestum tilfellum góð að áliti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti fyrstu samantekt sína á þessu ári í dag. Ýmis hættumerki eru þó á lofti. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum en verðbólga er enn há eða 1,8 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Í þeim efnum er Seðlabankinn aðeins farinn að sýna í tennurnar. Ásgeir Jónsson segir seðlabankann grípa til aðgerða fari verðlag ekki að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri minnir á að þetta vaxtastig vari ekki að eilífu, sérstaklega ekki ef vöruverð og um leið verðbólga fari ekki að lækka í takti við styrkingu krónunnar að undanförnu. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir. Það þýðir bara eitt, vaxtahækkanir, sem heimilin verði að taka með í reikninginn. Vaxtalækkanir undanfarna mánuði hafa hvatt heimilin til íbúðakaupa eins og sést á mikilli veltuaukningu í húsnæðiskaupum undanfarið ár sem sýnd er með appelsínugulu línunni á meðfylgjandi mynd. Útlán óverðtryggðra lána hafa einnig dregist mikið saman undanfarið ár eins og sést á bláu súlunum á mynd frá Seðlabankanum hér fyrir neðan. Heimilin hafa að undanförnu í ríkum mæli skipt yfir í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. „Greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður ekki þannig í framtíðinni. Á einhverjum tímapunkti þarf Seðlabankinn að hækka vexti,“ segir seðlabankastjóri. Það ráðist af þróun farsóttarinnar og verðbólgunnar. Nú er staðan orðin þannig að nýjar íbúðir sem seldust illa fyrir 2020 eru nánast uppseldar og það dregur stórlega úr framboði á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki hafa notað tækifærið til að greiða upp mikið af lánum en ný lán þeirra dragast saman. Gunnar Jakobsson segir hættu á að íbúðaverð hækki óæskilega mikið anni byggingariðnaðurinn ekki eftirspurn eftir húsnæði.Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson staðgengill seðlabankastjóra í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir ástæðu til að óttast að byggingageirinn haldi ekki í við eftirspurnina eftir nýju húsnæði. „Það eru vísbendingar um að framboðið sé að minnka og að nýbyggingum sé að fækka. Það verður að breytast miðað við þá eftirspurn sem er í gangi núna. Af því að eins og kemur fram í greiningunum er ákveðin hætta á að verð muni þá fara upp á við, umfram það sem æskilegt er,“ segir Gunnar. Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Íslenska krónan Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Fyrir utan ferðaþjónustu í lamasessi er staða efnahagsmála í flestum tilfellum góð að áliti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti fyrstu samantekt sína á þessu ári í dag. Ýmis hættumerki eru þó á lofti. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum en verðbólga er enn há eða 1,8 prósentum yfir 2,5 prósenta markmiði bankans. Í þeim efnum er Seðlabankinn aðeins farinn að sýna í tennurnar. Ásgeir Jónsson segir seðlabankann grípa til aðgerða fari verðlag ekki að lækka í samræmi við styrkingu krónunnar.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri minnir á að þetta vaxtastig vari ekki að eilífu, sérstaklega ekki ef vöruverð og um leið verðbólga fari ekki að lækka í takti við styrkingu krónunnar að undanförnu. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir. Það þýðir bara eitt, vaxtahækkanir, sem heimilin verði að taka með í reikninginn. Vaxtalækkanir undanfarna mánuði hafa hvatt heimilin til íbúðakaupa eins og sést á mikilli veltuaukningu í húsnæðiskaupum undanfarið ár sem sýnd er með appelsínugulu línunni á meðfylgjandi mynd. Útlán óverðtryggðra lána hafa einnig dregist mikið saman undanfarið ár eins og sést á bláu súlunum á mynd frá Seðlabankanum hér fyrir neðan. Heimilin hafa að undanförnu í ríkum mæli skipt yfir í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. „Greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður ekki þannig í framtíðinni. Á einhverjum tímapunkti þarf Seðlabankinn að hækka vexti,“ segir seðlabankastjóri. Það ráðist af þróun farsóttarinnar og verðbólgunnar. Nú er staðan orðin þannig að nýjar íbúðir sem seldust illa fyrir 2020 eru nánast uppseldar og það dregur stórlega úr framboði á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Byggingafyrirtæki hafa notað tækifærið til að greiða upp mikið af lánum en ný lán þeirra dragast saman. Gunnar Jakobsson segir hættu á að íbúðaverð hækki óæskilega mikið anni byggingariðnaðurinn ekki eftirspurn eftir húsnæði.Vísir/Vilhelm Gunnar Jakobsson staðgengill seðlabankastjóra í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir ástæðu til að óttast að byggingageirinn haldi ekki í við eftirspurnina eftir nýju húsnæði. „Það eru vísbendingar um að framboðið sé að minnka og að nýbyggingum sé að fækka. Það verður að breytast miðað við þá eftirspurn sem er í gangi núna. Af því að eins og kemur fram í greiningunum er ákveðin hætta á að verð muni þá fara upp á við, umfram það sem æskilegt er,“ segir Gunnar.
Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Fasteignamarkaður Íslenska krónan Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira