Fótbolti

Reiknar með að spila á­fram í Moskvu þrátt fyrir meiðslin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Björgvin verður frá næstu sjö til níu mánuði eftir að hafa slitið hásin. Hann býst við því að vera áfram í herbúðum CSKA en samningur hans rennur út vorið 2022.
Hörður Björgvin verður frá næstu sjö til níu mánuði eftir að hafa slitið hásin. Hann býst við því að vera áfram í herbúðum CSKA en samningur hans rennur út vorið 2022. Sergei Savostyanov/Getty Images

Hörður Björgvin, leikmaður CSKA Moskvu í Rússlandi og íslenska landsliðsins, verður frá næstu mánuðina eftir að hafa slitið hásin. Hann telur þó að meiðslin hafi ekki áhrif á samningsstöðu sína en hann verður samningslaus á næsta ári.

Að slíta hásin er mjög alvarlegt og getur tekið langan tíma að koma til baka eftir slík meiðsli. Hörður Björgvin verður frá næstu sjö til níu mánuðina og mun því að öllum líkindum ekki spila meira á þessu ári.

Hörður fór í aðgerð í Finnlandi sem gekk nokkuð vel. Hann skilaði sér heim til Moskvu í fyrradag og ræddi við Stöð 2 og Vísi í gær. Þó hann hafi ekki heyrt í forráðamönnum liðsins síðan hann sneri til aftur til Moskvu þá reiknar hann ekki með því að meiðslin hafi áhrif á samningsstöðu sína.

Þessi öflugi varnarmaður verður eins og staðan er í dag samningslaus næsta vor.

„Ég býst ekki við því [að þetta hafi áhrif á samningsstöðuna]. Ég er búinn að spila næstum 100 prósent leikjanna síðustu þrjú tímabil og þannig séð talinn lykilmaður svo ég er ósköp rólegur yfir þessu.“

„Ég er samt auðvitað orðinn 28 ára og á eitt tímabil eftir af samning en þeir eru rosalega sáttir með mig. Forráðamenn liðsins voru klárir að ræða nýjan samning en síðan skeður þetta, held þó að þetta sé ekki að skemma neitt,“ sagði Hörður Björgvin í viðtali við Stöð 2 og Vísis.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Hörður Björgvin í heild sinni

Tengdar fréttir

Hörður Björg­vin með slitna hásin

Íslenski landsliðsmðaurinn Hörður Björgvin Magnússon er með slitna hásin en þetta kom fram í tilkynningu frá CSKA í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.