Innlent

Sóttvarnalæknir og pólitík sóttvarna í Sprengisandi

Ritstjórn skrifar
Mikið gekk á í kringum sóttkvíarhótel í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ræði það og mögulegt afnám takmarkana í þættinum Sprengisandi í dag.
Mikið gekk á í kringum sóttkvíarhótel í síðustu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ræði það og mögulegt afnám takmarkana í þættinum Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ræðir um afnám takmarkana og dómsniðurstöðu um sóttkvíarhótel í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Einnig ætla þrír þingmenn að ræða pólitík í sóttvörnum.

Breytast sóttvarnir verulega þegar ríkisstjórn hefur verið gerð afturreka með umdeilda reglugerð um sóttvarnarhús - hvað áhrif hefur þróun mála síðustu daga á vonir allra um afnám ýmissa hafta á daglegt líf? Þórólfur verður til svara.

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi gagnrýnir harkalega áform Reykjavikurborgar um að fjárfesta tíu milljarða króna í stafræna þróun þjónustu borgarinnar á næstu árum. Allt of mikið í lagt fyrir óljósan ávinning er hennar mat.

Þau Ólafur Þór Gunnarsson, Helga Vala Helgadóttir og Bryndís Haraldsdóttir ætla að rökræða pólitíkina í sóttvörnunum, hvernig hún muni þróast þegar ljóst er að margir eru orðnir hundleiðir á boðum og bönnum og þrýstingur á stjórnmálin eykst á kosningaári.

Sema Erla Serdar fjallar um rannsóknir sínar á áhrifum öfgahyggju á ungt fólk sem, a.m.k. víða um heim, virðist ginnkeypt fyrir slíkum hugmyndum.

Sprengisandur hefst beint á eftir fréttum á Bylgjunni klukkan tíu. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×