Tónlist

Dillandi lag í takt við rísandi sól og fjölgandi bóluefni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jói P, Hafsteinn og Rakel.
Jói P, Hafsteinn og Rakel.

Jói P, Rakel og Hafsteinn (CeaseTone) hafa sent frá sér lagið Ég var að spá. Laginu er dreift af Sony Music Entertainment Denmark.

Í miðjum heimsfaraldri ákváðu þau Rakel, Jói P og Hafsteinn (CeaseTone) að setjast niður og skrifa saman tónlist. Þau voru öll sammála um að semja lag sem væri skemmtilegt og lifandi. Lagið Ég var að spá var því gert í gleðinni - í takt við rísandi sól og fjölgandi bóluefnum.

Jói P og Hafsteinn (CeaseTone) kynntust í samstarfi á plötu þeirra JóaP x Króla „Í miðjum kjarnorkuvetri“ en Rakel og Hafsteinn hafa gert tónlist saman fyrir tónlistarverkefni Rakelar sem ber einfaldlega heitið RAKEL.

„Ég var að spá er skemmtilegt lag sem fær fólk til að dilla sér inní vorið með von um bjartari og sólríkari daga,“ segir um lagið.

Klippa: Ég var að spá - Rakel, Jói P, CeaseTone

Tengdar fréttir

Suncity gefur út nýtt lag og stefnir út fyrir landsteinana

Tónlistar- og baráttukonan Sólborg Guðbrandsdóttir gefur á miðnætti út nýtt lag undir listamannsnafni sínu Suncity. Adios er annað lagið sem hún gefur út á ferlinum og var það frumflutt í Brennslunni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×