Markle lagði leið sína að heimili Opruh í Montecito í Kaliforníu á fimmtudag. Þar sást hann á myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum afhenda öryggisvörðum bréf sem stílað var á Opruh. Samkvæmt frétt The Sun óskaði hann í bréfinu eftir viðtali hjá Opruh.
Oprah tók í byrjun þessa mánaðar viðtal við Meghan Markle og eiginmann hennar prins Harry sem vakti mikla athygli. Þar talaði Meghan meðal annars um það að henni hafi liðið eins og faðir hennar hafi svikið sig eftir að hann lak bréfi, sem hún sendi honum, í fjölmiðla í aðdraganda brúðkaups hennar og Harrys árið 2018.
Samkvæmt frétt Page Six hefur Markle lengi sóst eftir viðtali hjá Opruh til þess að deila sinni upplifun af deilunum við dóttur sína. Þau hafa að sögn ekki talast við í fjölda ára.