Lífið

Svona lýsti Bassi fullnægingu fyrir hreinum sveini

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bassi Maraj fór á kostum í Yfirheyrslunni.
Bassi Maraj fór á kostum í Yfirheyrslunni.

Raunveruleikastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj mætti í Brennsluna á dögunum og tók þátt í dagskráliðnum Yfirheyrslan.

Þar átti hann að hreinsa hugann og svara nokkrum nokkuð erfiðum spurningum.

Það klikkaðasta sem Bassi hefur gert á ævinni er að kaupa sér páfagauk.

Kynþokkafyllsti líkamshlutinn á honum að hans mati er andlitið.

„Ég er svo hot,“ öskraði Bassi.

Það flippaðasta sem hann hefur gert er að keyra til Akureyrar, fara út að borða og aftur til baka til Reykjavíkur.

Hann hefur aldrei farið á stefnumót. Bassi lýsti fullnægingu fyrir hreinum sveini og gerði það með mjög óhefðbundnum hætti.

Hér að neðan má sjá yfirheyrsluna í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.