Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 19:02 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Lögreglan Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands. Af þeim nítján landamærasmitum sem greindust um helgina eru tíu skipverjar um borð á súrálsskipi sem lagði að bryggju á Reyðarfirði, en skipið kom frá Brasilíu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við RÚV í dag að gengið væri út frá því að um brasilíska afbrigði veirunnar væri að ræða í tilviki skipverjanna. Afbrigðið er talið meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en önnur afbrigði. Allt kapp er þó lagt á að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið. „Við erum með um sextíu manns núna sem við erum að sinna á Covid-19 göngudeildinni. Við vorum komin með þrjá í innlögn á smitsjúkdómadeild okkar A7 í morgun,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Farsóttanefnd Landspítalans fundaði í hádeginu í dag og ræddi þann möguleika að færa viðbúnaðarstig spítalans af óvissustigi yfir á hættustig, en óvissustig hefur verið frá því í nóvember. Verði spítalinn færður upp á hættustig verða breytingar gerðar á starfsemi hans til þess að auka þjónustu við Covid-sjúklinga. Páll segir spítalann viðhafa fyllstu smitgát í sinni starfsemi og verklagið muni ekki breytast. Almenningur þurfi þó að huga að smitvörnum sem aldrei fyrr. „Það er vissulega áhyggjuefni fyrir samfélagið. Varðandi Landspítala þá sýnum við fyllstu smitgát og höfum ákveðið verklag og það breytist ekki þó að um þessi afbrigði sé að ræða. Hins vegar má segja almennt um samfélagið að það er full ástæða fyrir fólk að huga sem aldrei fyrr að persónubundnum sóttvörnum.“ Viðtal við Pál í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands. Af þeim nítján landamærasmitum sem greindust um helgina eru tíu skipverjar um borð á súrálsskipi sem lagði að bryggju á Reyðarfirði, en skipið kom frá Brasilíu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við RÚV í dag að gengið væri út frá því að um brasilíska afbrigði veirunnar væri að ræða í tilviki skipverjanna. Afbrigðið er talið meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en önnur afbrigði. Allt kapp er þó lagt á að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið. „Við erum með um sextíu manns núna sem við erum að sinna á Covid-19 göngudeildinni. Við vorum komin með þrjá í innlögn á smitsjúkdómadeild okkar A7 í morgun,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Farsóttanefnd Landspítalans fundaði í hádeginu í dag og ræddi þann möguleika að færa viðbúnaðarstig spítalans af óvissustigi yfir á hættustig, en óvissustig hefur verið frá því í nóvember. Verði spítalinn færður upp á hættustig verða breytingar gerðar á starfsemi hans til þess að auka þjónustu við Covid-sjúklinga. Páll segir spítalann viðhafa fyllstu smitgát í sinni starfsemi og verklagið muni ekki breytast. Almenningur þurfi þó að huga að smitvörnum sem aldrei fyrr. „Það er vissulega áhyggjuefni fyrir samfélagið. Varðandi Landspítala þá sýnum við fyllstu smitgát og höfum ákveðið verklag og það breytist ekki þó að um þessi afbrigði sé að ræða. Hins vegar má segja almennt um samfélagið að það er full ástæða fyrir fólk að huga sem aldrei fyrr að persónubundnum sóttvörnum.“ Viðtal við Pál í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira