Innlent

Hvassar suð­vestan­áttir, él og ekkert úti­vistar­veður

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.
Spákortið fyrir klukkan 14 í dag. Veðurstofan

Vikan byrjar á hvössum suðvestanáttum og éljum, þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og hvassast við Vesturströndina. Bjart er að mestu norðaustanlands og hiti núll til fimm stig.

Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóasvæðinu og á Suðurlandi og er ekkert útivistarveður í dag og að minnsta kosti fram á morgundaginn.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. „Dálítið hægari vindur á morgun, 8-15 m/s og áfram suðvestanátt. Víða él og bjart að mestu norðaustantil. Kólnar, hiti um og yfir frostmarki.“

Gular viðvaranir eru í gildi til klukkan tvö í nótt.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðvestlæg átt, 8-15 m/s, en norðlægari NV-lands. Víða él, en léttskýjað NA-til. Hiti um og yfir frostmarki.

Á miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu í fyrstu, en síðan éljum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Ákveðin austlæg eða suðaustlæg átt með slyddu eða rigningu, en snjókomu á N-landi. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag og laugardag: Austlægar og norðaustlægar áttir með úrkomu í flestum landshlutum. Hiti um og yfir frostmarki syðst en vægt frost fyrir norðan.

Á sunnudag (pálmasunnudagur): Útlit fyrir norðaustanátt með rigningu eða slyddu um sunnan- og austanvert landið en dálítilli snjókomu fyrir norðan. Kólnar lítillega.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×