Sport

Aðeins heimamenn fá að fylgjast með Ólympíuleikunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó næsta sumar.
Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó næsta sumar. vísir/Getty

Aðeins Japanir fá að mæta sem áhorfendur á Ólympíuleikana í Tókýó á komandi sumri.

Alþjóða Ólympíunefndin ásamt Alþjóðanefnd Ólympíumóts fatlaðra tók þessa ákvörðun á fundi sínum í gær og er ástæðan auðvitað Covid-19 faraldurinn sem hefur þegar haft veruleg áhrif á leikana sem var frestað vegna veirunnar síðasta sumar.

Er ákvörðunin tekin til að tryggja öryggi keppenda og heimamanna á leikunum.

Ólympíuleikarnir hefjast þann 23.júlí næstkomandi og Ólympíuleikar fatlaðra rúmum mánuði síðar eða þann 24.ágúst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.