Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum greinum við frá því að morðvopnið í Rauðagerðismálinu er fundið. Rannsókn morðsins er mjög umfangsmikil og hefur áhrif á getu lögreglunnar til að rannsaka önnur mál.

Hlé verður áfram gert á notkun bóluefnis AstraZeneca og kannað hvort það verði einungis notað fyrir tiltekna hópa. Borgin og samgönguráðherra halda áfram að takast á um skipulagsvaldið þegar kemur að flugvöllum með skeytasendingum sín á milli. 

Ríkið hefur tapað enn einu dómsmálinu varðandi gjaldtöku á innfluttar landbúnaðarvörur frá Evrópu sem Landsréttur segir ekki standast ákvæði stjórnarskrár um skattlagningu. Og við fylgjumst með þegar sjónvarpskonan Steinunn Ása Þorvaldsdóttir úr þáttunum Með okkar augum startaði hjólasöfnun Barnaheilla í dag. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×