Sport

Lét börnin sín tilkynna heiminum það að hann væri hættur eftir tuttugu ár í NFL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Börnin hans Dre Brees voru greinilega mjög ánægð með að fá að sjá meira af pabba sínum nú þegar hann er hættur í NFL-deildinni.
Börnin hans Dre Brees voru greinilega mjög ánægð með að fá að sjá meira af pabba sínum nú þegar hann er hættur í NFL-deildinni. Instagram/@drewbrees

Það eru núna stór tímamót hjá NFL goðsögninni Drew Brees, eiginkonu hans og börnunum fjórum.

Einn besti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar hefur ákveðið að segja þetta gott en Drew Brees notaði óvenjulega aðferð til að tilkynna það að hann væri hættur í boltanum.

Það er ekki hægt að segja að það hafi komi sérfræðingum og öðrum á óvart að Drew Brees sé hættur að spila amerískan fótbolta en það hefur stefnt í þetta síðan að hann og félagar hans í New Orleans Saints duttu úr úr úrslitakeppninni á móti Tom Brady og félögum í janúar.

Brees fékk börnin sín fjögur til að tilkynna heiminum að hann væri hættur en einnig lét hann fylgja með smá pistil sem má sjá hér fyrir neðan.

Börnin hans eru Rylen Judith Brees, Bowen Christopher Brees, Baylen Robert Brees og Callen Christian Brees en hann á þau með eiginkonu sinni frá 2003, Brittany Brees. Strákarnir voru allir í treyjum pabba síns en eina stelpan var greinilega ekki til að fylgja þeim í því.

Drew Brees spilaði með San Diego Chargers frá 2001 til 2005 en hefur spilað með New Orleans Saints frá 2006. Brees vann einn titil með Saints en það var í febrúar 2010.

Drew Brees á NFL-metin yfir að hafa sent boltann flesta jarda (80.358) og er í öðru sæti í snertimarkssendingum á eftir Tom Brady. Hann lék 287 leiki í NFL-deildinni og var í sigurliði í 172 þeirra.

Brees fer ekki mjög langt frá NFL-deildinni því hann mun starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi hjá NBC sjónvarpsstöðinni.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.