Lífið

Leiðir skilja hjá Jenni­fer Lopez og Alex Rodrigu­ez

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez hafa verið saman í um fjögur ár og verið trúlofuð í tvö.
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez hafa verið saman í um fjögur ár og verið trúlofuð í tvö. Getty/Mike Coppola

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez eru hætt saman eftir fjögurra ára samband og trúlofun. Þetta herma heimildir slúðurblaðsins TMZ.

Lopez og Rodriguez byrjuðu að hittast árið 2017 og árið 2019 trúlofaðist parið. Parið var byrjað að skipuleggja brúðkaup áður en kórónuveirufaraldurinn skall á í fyrra en vegna faraldursins var öllum áætlunum um brúðkaup frestað.

Samkvæmt heimildum slúðurmiðilsins hættu Lopez og Rodriguez saman í dag, en Rodriguez, eða A-Rod eins og hann er kallaður, birti fyrr í dag mynd af sér á snekkju í Miami á Instagram.

„Hundsið mig, ég er bara að taka sjálfu. Hvaða plön hafið þið um helgina?“ skrifaði A-Rod við myndina.

Rodriguez birti síðast mynd af sér og Lopez þann 28. febrúar síðastliðinn, þegar parið var statt í Dóminíska lýðveldinu. Lopez hefur ekki yfirgefið lýðveldið síðan, en hún er þar við tökur á kvikmynd.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.