Rax Augnablik: „Ég er með tvær tennur, önnur er fyrir kjöt og hin er fyrir fisk“ Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. mars 2021 07:02 RAX „Þetta var eins og fara inn í einhvern ævintýraheim þar sem að maður keyrði í þröngum fjallvegum og trén fuku framhjá, eins og þau væru tröll.“ Það var árið 2012 þegar ljósmyndarinn RAX fór til Portúgal að ganga um fjöllin. Hann vildi fara í hitann, trappa sig aðeins niður frá þessum kulda-ferðum. Hann segir mest megnis hafa rignt en lýsir því hversu mikil upplifun það hafi verið að heimsækja þessi litlu fjallaþorp. Hann minnist sérstaklega þorpsins Lombardinha. „Við vorum þarna á gangi og þarna voru mikið af svartklæddum konum. Þær sátu þarna á bekk, fjórar eða fimm og fóru að spjalla við okkur. Hressar og skemmtilegar stelpur, hétu allar María.“ Konurnar segir hann hafa haft mikinn áhuga á því að heyra hvaðan hópurinn kom og þegar þær fréttu að þau kæmi frá Íslandi urðu þær mjög undrandi. „Elsta konan, lítil sæt og krúttleg hafði komið til Parísar þegar hún var ung og hafði hún verulegar áhyggjur af því hvað við værum langt frá heimahögum. Á einhver heima lengra en París, sagði hún.“ Rax segir að næstum engan karlmann hafi verið sjáanlegan í þorpinu nema kannski einn og einn á stangli. Þegar Maríurnar voru spurðar hvar allir karlarnir væru kom glott á þær allar. Þær bentu til fjalla og sögðu, Þeir eru þarna í fjöllunum. Rax segir hópinn ekki strax hafa skilið hvað þær væru að meina en svo þegar litið var til fjalla þá sáu þau steinrunnin andlit í fjöllunum. „Það var eins og allt þarna væri orðið gamalt, eins og að fara aftur í tímann. Við spurðum hver galdurinn væri við það að verða svona gamall en ein af Maríunum var að nálgast hundrað árin.“ María, sú elsta, sagði galdurinn vera þann að hafa gaman af lífinu og vera glaður og kátur. „Það sést vel hvað ég er gömul. Ég er með tvær tennur, önnur er fyrir kjöt og hin er fyrir fisk.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Maríurnar í Lombardinha er rúmar fimm mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Maríurnar í Lombardinha Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Menning Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þarna var hestur og ég gaf honum smá kók“ „Manni finnst svolítið eins og maður sé að endurtaka sig. Maður þarf alltaf að vera að reyna að finna eitthvað nýtt. Manni finnst vanta eitthvað. Maður er aldrei fullkomlega sáttur við það sem maður er að gera,“ segir Rax þegar hann talar um gerð bókarinnar Fjallland. 7. mars 2021 07:01 RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01 RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
Það var árið 2012 þegar ljósmyndarinn RAX fór til Portúgal að ganga um fjöllin. Hann vildi fara í hitann, trappa sig aðeins niður frá þessum kulda-ferðum. Hann segir mest megnis hafa rignt en lýsir því hversu mikil upplifun það hafi verið að heimsækja þessi litlu fjallaþorp. Hann minnist sérstaklega þorpsins Lombardinha. „Við vorum þarna á gangi og þarna voru mikið af svartklæddum konum. Þær sátu þarna á bekk, fjórar eða fimm og fóru að spjalla við okkur. Hressar og skemmtilegar stelpur, hétu allar María.“ Konurnar segir hann hafa haft mikinn áhuga á því að heyra hvaðan hópurinn kom og þegar þær fréttu að þau kæmi frá Íslandi urðu þær mjög undrandi. „Elsta konan, lítil sæt og krúttleg hafði komið til Parísar þegar hún var ung og hafði hún verulegar áhyggjur af því hvað við værum langt frá heimahögum. Á einhver heima lengra en París, sagði hún.“ Rax segir að næstum engan karlmann hafi verið sjáanlegan í þorpinu nema kannski einn og einn á stangli. Þegar Maríurnar voru spurðar hvar allir karlarnir væru kom glott á þær allar. Þær bentu til fjalla og sögðu, Þeir eru þarna í fjöllunum. Rax segir hópinn ekki strax hafa skilið hvað þær væru að meina en svo þegar litið var til fjalla þá sáu þau steinrunnin andlit í fjöllunum. „Það var eins og allt þarna væri orðið gamalt, eins og að fara aftur í tímann. Við spurðum hver galdurinn væri við það að verða svona gamall en ein af Maríunum var að nálgast hundrað árin.“ María, sú elsta, sagði galdurinn vera þann að hafa gaman af lífinu og vera glaður og kátur. „Það sést vel hvað ég er gömul. Ég er með tvær tennur, önnur er fyrir kjöt og hin er fyrir fisk.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Maríurnar í Lombardinha er rúmar fimm mínútur. Klippa: RAX Augnablik - Maríurnar í Lombardinha Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Menning Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þarna var hestur og ég gaf honum smá kók“ „Manni finnst svolítið eins og maður sé að endurtaka sig. Maður þarf alltaf að vera að reyna að finna eitthvað nýtt. Manni finnst vanta eitthvað. Maður er aldrei fullkomlega sáttur við það sem maður er að gera,“ segir Rax þegar hann talar um gerð bókarinnar Fjallland. 7. mars 2021 07:01 RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01 RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02 Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
RAX Augnablik: „Þarna var hestur og ég gaf honum smá kók“ „Manni finnst svolítið eins og maður sé að endurtaka sig. Maður þarf alltaf að vera að reyna að finna eitthvað nýtt. Manni finnst vanta eitthvað. Maður er aldrei fullkomlega sáttur við það sem maður er að gera,“ segir Rax þegar hann talar um gerð bókarinnar Fjallland. 7. mars 2021 07:01
RAX: „Það er eins og kölski sé að horfa beint á okkur“ „Alltaf þegar ég er að fljúga þá er ég alltaf að leita að allskonar fígúrum, formum og andlitum. Ég bjóst nú reyndar ekki við því í Holuhrauni þegar ég fór þangað að sjá einhver andlit.“ Þetta segir Ragnar Axelson um reynslu sína þegar hann myndaði gosið í Holuhrauni árið 2014. 21. febrúar 2021 07:01
RAX Augnablik: Var smeykur að mynda kónginn í Thule Ragnar Axelsson heimsótti Thule, sem var nyrsta byggð í heimi, árið 1987. Þar fylgdist hann með veiðimönnum úti á ísnum við Grænland í fyrsta skipti. 14. febrúar 2021 07:02