Lífið

Sunneva og Birta spurðu kærastana spjörunum úr

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hörð viðureign milli Bennsa og Gunna. 
Hörð viðureign milli Bennsa og Gunna. 

Þær Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir hafa verið með hlaðvarpið Teboðið undanfarna mánuði.

Þar fjalla þær um lífið í Hollywood og taka oftast fyrir sérstakt málefni í hverjum þætti. Báðar eru þær vel að sér í þessum málum en ákváðu að fá kærastana í settið á dögunum og spyrja þá spjörunum úr, hversu vel þeir hafa verið að fylgjast með þáttunum.

Því mættu þeir Gunnar Patrik Sigurðsson og Benedikt Bjarnason, sem er sonur Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra í heimsókn í Teboðið.

Þeir áttu að svara spurningum sem tengjast beint þáttunum sem þær hafa gefið út og hér að neðan má sjá hvernig til tókst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.