Yngsti dómari landsins og hefur aldrei fundið fyrir glerþakinu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 10:31 Halldóra Þorsteinsdóttir er 36 ára héraðsdómari, sá yngsti á landinu. Halldóra Þorsteinsdóttir er 36 ára, kennir við HR, er yngsti dómari landsins og með fjórða barn þeirra hjóna á leiðinni í heiminn. Sindri Sindrason hitti Halldóru með morgunbollanum í Íslandi í dag í gær og fékk að kynnast henni betur. Halldóra er gift Daníel Ágústssyni lögmanni og er hún einnig lektor við lagadeild HR. „Ef ég mætti ráða myndi ég vakna klukkan tíu en ég vakna klukkan hálf átta. Það er fjórða barnið á leiðinni, reyndar þriðja barnið sem ég geng með sjálf en við erum bara svona týpísk nútíma fjölskylda, samsetta fjölskyldan,“ segir Halldóra sem er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness. Ekkert karlaveldi „Ég er yngsti dómarinn í dag og ég held að ég sé yngsta konan sem er skipuð héraðsdómari. Það eru orðin svo jöfn hlutföll kvenna og karla í minni stétt og dómarastéttin er alltaf að verða jafnari og jafnari. Það er því ekki hægt að segja að ég sé brautryðjandi sem kona, það eru mjög margar konur. Ég er vissulega ung en það hafa áður verið yngstu dómararnir. Það voru margir sem spurðu mig fyrst, ungur dómari í þessu karlaveldi sem margir halda að þetta sé, hvort það eigi ekki eftir að halla á mig og munu gömlu lögmennirnir bera virðingu fyrir þér. Þetta hef ég aldrei fundið og það er borin nákvæmlega sama virðing fyrir mér og sextugum karlmannsdómurum,“ segir Halldóra sem segist aldrei hafa fundið fyrir svokölluðu glerþaki. Hún á von á sínu fjórða barni. Þetta er hennar þriðja meðganga og á maðurinn hennar eitt barn úr fyrra sambandi. Hún segist elska starfið og það sé samt sem áður erfitt að segja að það sé áhugavert og skemmtilegt. Það komi enginn inn í dómssal nema eitthvað sé að. Við dómsuppkvaðningu fer annar aðilinn ánægður út, en ekki hinn. Hún þarf alltaf að vera gríðarlega vel undirbúin og viðurkennir að hún fari oftar en ekki heim með vinnuna. „Ég neita því ekki að þetta getur verið erfitt þegar hagsmunir barna eru í húfi og þetta geta verið erfið mál þar sem maður sér mikla þjáningu barna. Þá er maður bara móðirin sem maður er og mannlegur. Maður þarf að leitast við að láta það ekki hafa áhrif á sig.“ Fyrst og síðast móðir Ef hún hefði ekki orðið dómari hefði hún alveg séð sjálfan sig í tónlist. „Ég fer svolítið á kareoki-barina en ég er algjörlega á réttum stað. En ég spila á píanó,“ segir Halldóra sem sýndi listir sínar á píanóið. Hún segist hafa verið stundum og hörð við sjálfan sig og verið með jafnvel óraunhæfar kröfur og óraunhæfa sjálfsmynd. „Krakkar í dag sem ég er að kenna eru svo svakalega flottir og ég kannski segi það við einstaklinginn að hann hafi svo margt fram að færa og sé líka svo góð manneskja, sem er líka mikilvægt. Svo ef ég spyr hana, þá er hennar upplifun svo allt önnur,“ segir Halldóra og bætir við að það sé einfaldlega mannlegt að efast um sjálfan sig. Hún segist ávallt setja börnin sín í fyrsta sæti. „Ég er auðvitað móðir fyrst og síðast. Þó svo að vinnan sé oft í forgangi, þá er hún samt alltaf á eftir börnunum. Maður getur ekki leyft sér að vera bara í framapotinu og sinna ekki börnunum sínum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Dómstólar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Halldóru með morgunbollanum í Íslandi í dag í gær og fékk að kynnast henni betur. Halldóra er gift Daníel Ágústssyni lögmanni og er hún einnig lektor við lagadeild HR. „Ef ég mætti ráða myndi ég vakna klukkan tíu en ég vakna klukkan hálf átta. Það er fjórða barnið á leiðinni, reyndar þriðja barnið sem ég geng með sjálf en við erum bara svona týpísk nútíma fjölskylda, samsetta fjölskyldan,“ segir Halldóra sem er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness. Ekkert karlaveldi „Ég er yngsti dómarinn í dag og ég held að ég sé yngsta konan sem er skipuð héraðsdómari. Það eru orðin svo jöfn hlutföll kvenna og karla í minni stétt og dómarastéttin er alltaf að verða jafnari og jafnari. Það er því ekki hægt að segja að ég sé brautryðjandi sem kona, það eru mjög margar konur. Ég er vissulega ung en það hafa áður verið yngstu dómararnir. Það voru margir sem spurðu mig fyrst, ungur dómari í þessu karlaveldi sem margir halda að þetta sé, hvort það eigi ekki eftir að halla á mig og munu gömlu lögmennirnir bera virðingu fyrir þér. Þetta hef ég aldrei fundið og það er borin nákvæmlega sama virðing fyrir mér og sextugum karlmannsdómurum,“ segir Halldóra sem segist aldrei hafa fundið fyrir svokölluðu glerþaki. Hún á von á sínu fjórða barni. Þetta er hennar þriðja meðganga og á maðurinn hennar eitt barn úr fyrra sambandi. Hún segist elska starfið og það sé samt sem áður erfitt að segja að það sé áhugavert og skemmtilegt. Það komi enginn inn í dómssal nema eitthvað sé að. Við dómsuppkvaðningu fer annar aðilinn ánægður út, en ekki hinn. Hún þarf alltaf að vera gríðarlega vel undirbúin og viðurkennir að hún fari oftar en ekki heim með vinnuna. „Ég neita því ekki að þetta getur verið erfitt þegar hagsmunir barna eru í húfi og þetta geta verið erfið mál þar sem maður sér mikla þjáningu barna. Þá er maður bara móðirin sem maður er og mannlegur. Maður þarf að leitast við að láta það ekki hafa áhrif á sig.“ Fyrst og síðast móðir Ef hún hefði ekki orðið dómari hefði hún alveg séð sjálfan sig í tónlist. „Ég fer svolítið á kareoki-barina en ég er algjörlega á réttum stað. En ég spila á píanó,“ segir Halldóra sem sýndi listir sínar á píanóið. Hún segist hafa verið stundum og hörð við sjálfan sig og verið með jafnvel óraunhæfar kröfur og óraunhæfa sjálfsmynd. „Krakkar í dag sem ég er að kenna eru svo svakalega flottir og ég kannski segi það við einstaklinginn að hann hafi svo margt fram að færa og sé líka svo góð manneskja, sem er líka mikilvægt. Svo ef ég spyr hana, þá er hennar upplifun svo allt önnur,“ segir Halldóra og bætir við að það sé einfaldlega mannlegt að efast um sjálfan sig. Hún segist ávallt setja börnin sín í fyrsta sæti. „Ég er auðvitað móðir fyrst og síðast. Þó svo að vinnan sé oft í forgangi, þá er hún samt alltaf á eftir börnunum. Maður getur ekki leyft sér að vera bara í framapotinu og sinna ekki börnunum sínum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Dómstólar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira