Lífið

Ótrúleg auglýsing sem tekin var í einni töku með dróna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lygileg myndataka. 
Lygileg myndataka. 

Kvikmyndagerðarmennirnir Jay Christensen og Anthony Jaska tóku upp kynningarmyndband fyrir keilustaðinn og kvikmyndahúsið Bryant-Lake Bowl á dögunum.

Myndbandið hefur vakið gríðarlega mikla athygli um heim allan en það var tekið upp á dróna.

Staðurinn er staðsettur í Minneapolis í Bandaríkjunum og var myndbandið tekið upp í einni töku. Dróninn flýgur um allan staðinn og kemst til að mynda fyrir aftan keilubrautirnar og milli fóta á fólki.

Svo endar myndbandið nokkuð vel eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.