Sport

Katla Björg og Sturla Snær nældu í silfur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Katla Björg Dagbjartsdóttir.
Katla Björg Dagbjartsdóttir. Skíðasamband Íslands

Katla Björg Dagbjörtsdóttir og Sturla Snær Snorrason nældu bæði í silfur í Rogla í Slóveníu þar sem þau kepptu í alpagreinum í dag.

Landsliðskonan Katla Björg endaði í öðru sæti í svigi með 44.82 FIS stig. Er það hennar besti árangur í greininni. Katla hefur hægt og bítandi verið að bæta árangur sinn í svigi og stórsvigi.

Sturla Snær keppti einnig í svigi og nældi í silfur, líkt og Katla. Hann fékk 39.59 FIS stig.

Þá náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sínum besta árangri í svigi í dag. Hún endaði í sjötta sæti og fékk 57.80 FIS stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.