Innlent

Smit­fréttirnar minni á mikil­vægi sótt­varna

Sylvía Hall skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með grímu í sæti sínu á Alþingi og líklegast að spritta sig.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, með grímu í sæti sínu á Alþingi og líklegast að spritta sig. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fréttir dagsins áminningu um að slaka ekki á sóttvörnum. Fjöldi fólks sé kominn í sóttkví og enn fleiri hafi verið boðaðir til sýnatöku.

Tvö innanlandssmit komu upp um helgina og er grunur um að þau megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala og hefur deild á spítalanum verið lokað vegna smitsins.

Boðað var til upplýsingafundar í dag vegna smitanna þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði mögulegt að hópsmit væri í upplýsingu. Gengið er út frá því að hin smituðu séu með breska afbrigðið, sem er mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.

„Það verður fylgst vel með þróun mála næstu daga og allt er gert til að ná utan um þetta smit,“ segir Katrín í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. Landsmenn þekki leiðina til árangurs.

„Svo er bara að gera það sem við höfum sýnt að skilar árangri; fylgjum reglunum um fjöldatakmarkanir og fjarlægðir og grímunotkun, þvoum okkur um hendur og sprittum okkur - fyrir okkur öll.“


Tengdar fréttir

Tveir greinst utan sóttkvíar og smitrakning teygir sig til tónleika í Hörpu

Alls hafa tveir einstaklingar greinst með covid-19 innanlands síðustu daga sem voru utan sóttkvíar. Báðir hinna smituðu tengjast óbeint einstaklingi sem kom frá útlöndum og greindist jákvæður fyrir kórónuveirunni í seinni skimun þann 4. mars. Þá nær smitrakning einnig til tónleika sem fram fóru í Hörpu á föstudaginn.

Starfsmaður Landspítala með Covid og deild lokað

Starfsmaður Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær. Hópur starfsmanna og sjúklinga var sendur í sýnatöku vegna þessa. Deild þar sem smitið kom upp hefur verið lokað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.