Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Kaup á nýju varðskipi, skjálftahrinan á Reykjanesi, dómur yfir menntamálaráðherra og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Í kvöldfréttum greinum við frá áformum ríkisins um að kaupa nýtt varðskip eftir að í ljós kom að Týr er mikið laskaður og þarfnast kostnaðarsamra viðgerða eftir fjörtíu og sex ára þjónustu við landsmenn. Dómsmálaráðherra leggur til að nýtt skip verði kallað Freyja en núverandi flaggskip Landhelgisgæslunnar heitir Þór. 

Þá fáuum við viðbrögð við héraðsdómi í dag sem dæmdi að Lilja Alfreðsdóttir hefði brotið jafnréttislög við ráðningu ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. 

Við verðum með nýjustu tíðindi af skjálftavaktinni og greinum frá ungum manni sem ætlar að hlaupa í tvo sólarhringa til stuðnings félaga sínum sem er á leið í átak til að vekja athygli á aðstöðuleysi fatlaðra á ferðalögum um landið. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×