„Hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2021 12:30 Jóhannes Ásbjörnsson eignaðist bróður í Rúriki Gíslasyni. Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Mágur Jóhannesar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og er samband þeirra gott. „Hann var svo lítill þegar ég kynntist Ollu, hann var tíu ára og hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn,“ segir Jóhannes og heldur áfram en hann er giftur Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. „Þetta er svolítið sérstakt þar sem hann bjó svo lengi úti og bjó í rauninni erlendis frá fimmtán ára aldri og er bara nýkominn heim. Við fórum mikið út til hans og hann kom heim í fríum. Hann var mjög lítill þegar hann fór út og það má segja að það breyti aðeins sambandinu en styrkir það líka. Maður var svolítið með litla bróðir sinn í útlöndum og fjölskyldan mikið að hugsa um það hvernig hann hefði það.“ Hann segir að þeir séu mjög góðir vinir. „Hann er afskaplega góður og vel gerður drengur og við er afskaplega góðir vinir. Núna er hann búinn að leggja skóna á hilluna og er núna fyrst að upplifa hvernig normal líf hjá fjölskyldu er og hvernig það getur verið. Maður sér meira af honum. Ég er búinn að elta hann um allan heima og horfa á hann spila fótbolta. Sá hann taka Ronaldo í bakaríið á Parken og hann flaug okkur Ollu í brúðkaupsferð til Dúbaí, þetta eru svo miklir spaðar þessi fótboltamenn.“ Jóhannes er sjálfur einbirni. „Svo á ég eldri mág einnig og við erum mjög góðir vinir. Ég er einbirni sjálfur og því fékk ég tvo bræður gefins.“ Jói ræðir um samband sitt við Rúrik þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Mágur Jóhannesar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og er samband þeirra gott. „Hann var svo lítill þegar ég kynntist Ollu, hann var tíu ára og hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn,“ segir Jóhannes og heldur áfram en hann er giftur Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. „Þetta er svolítið sérstakt þar sem hann bjó svo lengi úti og bjó í rauninni erlendis frá fimmtán ára aldri og er bara nýkominn heim. Við fórum mikið út til hans og hann kom heim í fríum. Hann var mjög lítill þegar hann fór út og það má segja að það breyti aðeins sambandinu en styrkir það líka. Maður var svolítið með litla bróðir sinn í útlöndum og fjölskyldan mikið að hugsa um það hvernig hann hefði það.“ Hann segir að þeir séu mjög góðir vinir. „Hann er afskaplega góður og vel gerður drengur og við er afskaplega góðir vinir. Núna er hann búinn að leggja skóna á hilluna og er núna fyrst að upplifa hvernig normal líf hjá fjölskyldu er og hvernig það getur verið. Maður sér meira af honum. Ég er búinn að elta hann um allan heima og horfa á hann spila fótbolta. Sá hann taka Ronaldo í bakaríið á Parken og hann flaug okkur Ollu í brúðkaupsferð til Dúbaí, þetta eru svo miklir spaðar þessi fótboltamenn.“ Jóhannes er sjálfur einbirni. „Svo á ég eldri mág einnig og við erum mjög góðir vinir. Ég er einbirni sjálfur og því fékk ég tvo bræður gefins.“ Jói ræðir um samband sitt við Rúrik þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira