Ragnar Þór og Helga Guðrún tókust á um áherslur í forystu VR í beinni útsendingu á Vísi.vísir/vilhelm
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Helga Guðrún Jónasdóttir sem býður sig fram ásamt honum til formanns verða í beinni útsendingu í Pallborðinu, nýjum umræðuþætti á Vísi klukkan 14 í dag. Formannskosningar fara fram í stéttarfélaginu dagana 8.-12. mars næst komandi og óhætt að segja að töluverð spenna ríki fyrir kosningunum.
Ragnar Þór hefur verið formaður VR frá árinu 2017 þegar hann hafði betur en Ólafía B. Rafnsdóttur þáverandi formaður með 63 prósentum atkvæða á móti 37 prósentum atkvæða Ólafíu. Helga Guðrún hefur áður boðið fram til embættis formanns en beið lægri hlut gegn Stefáni Einari Stefánssyni í formannskjöri 2011.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.