Lífið

„Láttu eins unglega og þér líður“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svala birti fallegar myndir í tilefni af 44 ára afmælisdegi sínum. 
Svala birti fallegar myndir í tilefni af 44 ára afmælisdegi sínum. 

„Láttu eins unglega og þér líður. Þú ert ekki að eldast, þú ert að öðlast réttinn til að vera stórkostlega útgáfan af sjálfri þér,“ skrifar Svala Björgvinsdóttir við afmælismyndirnar sem hún birti á Instagram í gær.

Svala varð í gær 44 ára og fagnaði deginum með kærastanum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni á hótelinu vinsæla Bubble í Bláskógabyggð en þar gista gestir undir berum himninum í uppblásnum plastherbergjum. Einar er fæddur 1998 og er því 21 árs aldursmunur á parinu en það er ekki að sjá.

Svala og Einar fögnuðu deginum með stæl og fönguðu stemninguna með fallegu myndum sem þau birtu á Instagram, bæði í stories og svo setti Svala inn þrjár fallegar myndir á Instagram-vegginn sinn. 

Greinilega mikil hamingja hjá parinu.

Svala Björgvinsdóttir hefur í áraraðir verið ein vinsælasta söngkona landsins. Kristján starfar sem sjómaður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.