Lífið

Valdimar og Anna Björk eiga von á barni

Sylvía Hall skrifar
Það er von á sumarkríli hjá Önnu Björk og Valdimar.
Það er von á sumarkríli hjá Önnu Björk og Valdimar. Facebook

Söngvarinn Valdimar á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur. Frá þessu greinir Valdimar á Facebook.

„Við Anna eigum von á litlu sumarkríli og Lísa okkar virðist taka fréttunum vel,“ skrifar Valdimar í færslunni þar sem þau sjást ásamt hundi sínum Lísu.

Valdimar og Anna Björk kynntust árið 2018 en Valdimar ræddi ástina í viðtali í Einkalífinu ári seinna. Þar fór hann fögrum orðum um Önnu Björk og sagði hana „yndislega himnasendingu“ sem hefði gert hann að mýkri manni.

„Maður tekur eftir hlutum eins og ég er farinn að vilja vaska upp. Það var aldrei þannig áður og maður vill að það sé hreinna í kringum mann og maður vill vera betri í hinu og þessu. Maður vill almennt bæta sig og hún hefur þau áhrif á mann.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.