Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um leitina að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni sem er saknað á fjallinu K2. Ekkert hefur spurst til John Snorra og félaga hans í einn og hálfan sólarhring. 

Við segjum einnig frá því að fyrsta sendingin af bóluefni AstraZeneca barst til landsins í dag, alls 1.200 skammtar sem eiga að duga fyrir 600 manns. 

Þá heyrum við af þjálfun flugmanna í hermum Icelandair. Sjaldan hefur verið jafn mikið að gera við þjálfun flugmanna í herminum, og það í dýpstu lægð sem um getur vegna kórónuveirufaraldursins. 

Við heyrum einnig af framkvæmdum á nýju íbúðahverfi í Flúðum þar sem fyrir er mikill íbúðaskortur. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Hægt er að hlusta á fréttatímann í beinni útsendingu hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×