Segir smithættuna meiri á íþróttaviðburðum Anton Ingi Leifsson skrifar 5. febrúar 2021 19:28 Ekki verða neinir áhorfendur á leikjum á Íslandi til 8. mars hið minnsta. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og ný reglugerð tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Hún mun gilda til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnarreglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis en ekkert verður þó af áhorfendum á íþróttaviðburðum. Margt íþróttaáhugafólk klóraði sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Þórólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Eins og við höfum oft sagt áður að þegar það er létt á einhverju þá verða einhverjir óánægðir. Það er gjarnan þannig,“ sagði Þórólfur og hélt áfram. „Það er að mínu mati bara öðruvísi þegar fólk er að fara á viðburði sem það situr niðri og er skráð í sæti. Það er með grímur og situr kjurrt. Á miðað við íþróttaviðburði þar sem fólk er á ferðinni og blandast miklu meira, að mínu mati. Þannig er smithættan meiri.“ Hann segir að grímunotkun á íþróttaviðburðum myndi ekki gera útslagið. „Það er sama. Í íþróttaviðburðum er ekki vísað í sæti. Það er ekki númeruð sæti. Það eru ekki skráð og það er þessi hreyfing milli fólks. Grímurnar eru ekki hundrað prósent vörn þó þær hjálpi mikið og geri mikið. Það er það sem skilur á milli.“ Umræðuna um íþróttir má heyra eftir rúmlega eina mínútu og fimmtíu sekúndur. Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og ný reglugerð tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Hún mun gilda til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnarreglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis en ekkert verður þó af áhorfendum á íþróttaviðburðum. Margt íþróttaáhugafólk klóraði sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Þórólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Eins og við höfum oft sagt áður að þegar það er létt á einhverju þá verða einhverjir óánægðir. Það er gjarnan þannig,“ sagði Þórólfur og hélt áfram. „Það er að mínu mati bara öðruvísi þegar fólk er að fara á viðburði sem það situr niðri og er skráð í sæti. Það er með grímur og situr kjurrt. Á miðað við íþróttaviðburði þar sem fólk er á ferðinni og blandast miklu meira, að mínu mati. Þannig er smithættan meiri.“ Hann segir að grímunotkun á íþróttaviðburðum myndi ekki gera útslagið. „Það er sama. Í íþróttaviðburðum er ekki vísað í sæti. Það er ekki númeruð sæti. Það eru ekki skráð og það er þessi hreyfing milli fólks. Grímurnar eru ekki hundrað prósent vörn þó þær hjálpi mikið og geri mikið. Það er það sem skilur á milli.“ Umræðuna um íþróttir má heyra eftir rúmlega eina mínútu og fimmtíu sekúndur.
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01