Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 14:01 Þessir stuðningsmenn KR þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að geta mætt á leiki liðsins. vísir/bára Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þeim breytingum á sóttvarnareglum sem taka gildi næsta mánudag eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís féllst á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Nýja reglugerðin gildir til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnareglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis. Enn verður þó bið á því að áhorfendur fái að mæta á íþróttaviðburði. Þeir hafa verið óheimilaðir frá því í október. Margt íþróttaáhugafólk klórar sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Meðal þeirra er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021 Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, er einnig undrandi og spyr sig hvort ÍSÍ hafi ekki reynt að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld. Jæja það er þá öruggara að fara á krá, í ræktina, í bío en að hleypa 50 manns á íþróttaleik. Hvernig gengur hjá ÍSÍ að koma hugmyndum til þeirra sem þessu stjórna ? Eða var það bara kannski ekki gert ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) February 5, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um ósátt íþróttaáhugafólk á Twitter. Sterkur endir á vikunni hjá VG:Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021 Þetta hljóta að vera mistök í nýrri reglugerð að fjölga leikhúsgestum, opna bari og skemmtistaði en það megi ekki vera áhorfendur á íþróttakappleikjum. Neita að trúa því að þetta verði svona.— Úlfur Arnar Jökulsson (@UlfurArnar) February 5, 2021 Þvílík vonbrigði — Elfa Björk (@ElfaBSig) February 5, 2021 Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021 Vonandi man fólk sem tengist íþróttum, hvernig tekið hefur verið á þessum RISASTÓRA parti af lífinu, næst þegar það gengur inn í kjörklefann. Endilega förum í sleik í leikhúsi en guð forði því að fólk horfi á íþróttir. #MælirFullur— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) February 5, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þeim breytingum á sóttvarnareglum sem taka gildi næsta mánudag eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís féllst á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Nýja reglugerðin gildir til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnareglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis. Enn verður þó bið á því að áhorfendur fái að mæta á íþróttaviðburði. Þeir hafa verið óheimilaðir frá því í október. Margt íþróttaáhugafólk klórar sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Meðal þeirra er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021 Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, er einnig undrandi og spyr sig hvort ÍSÍ hafi ekki reynt að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld. Jæja það er þá öruggara að fara á krá, í ræktina, í bío en að hleypa 50 manns á íþróttaleik. Hvernig gengur hjá ÍSÍ að koma hugmyndum til þeirra sem þessu stjórna ? Eða var það bara kannski ekki gert ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) February 5, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um ósátt íþróttaáhugafólk á Twitter. Sterkur endir á vikunni hjá VG:Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021 Þetta hljóta að vera mistök í nýrri reglugerð að fjölga leikhúsgestum, opna bari og skemmtistaði en það megi ekki vera áhorfendur á íþróttakappleikjum. Neita að trúa því að þetta verði svona.— Úlfur Arnar Jökulsson (@UlfurArnar) February 5, 2021 Þvílík vonbrigði — Elfa Björk (@ElfaBSig) February 5, 2021 Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021 Vonandi man fólk sem tengist íþróttum, hvernig tekið hefur verið á þessum RISASTÓRA parti af lífinu, næst þegar það gengur inn í kjörklefann. Endilega förum í sleik í leikhúsi en guð forði því að fólk horfi á íþróttir. #MælirFullur— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) February 5, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira