Lífið

Úr Hollywood í „Holly­boob“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skiltið eftir breytingar.
Skiltið eftir breytingar. Twitter

Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið sex manns fyrir að hafa breytt hinu víðfræga Hollywood-skilti, þannig að merking þess varð heldur önnur. Skiltinu var breytt þannig að það myndaði orðið „Hollyboob,“ eða „Holly-brjóst.“

Los Angeles Times hefur eftir lögreglunni í Los Angeles að öryggisverðir hefðu séð fimm karlmenn og eina konu við skiltið rétt eftir klukkan eitt í gær. Lögregluþyrla sem send hafði verið á vettvang fylgdi þá fólkinu eftir þar sem það fór niður hlíðina sem skiltið stendur í.

Öllum sex hefur verið sleppt en þeirra bíður þó kæra fyrir að fara í óleyfi inn á svæðið þar sem skiltið stendur. Það er það eina sem sexmenningunum er gefið að sök, en engar eiginlegar skemmdir voru unnar á skiltinu.

Skiltinu var breytt þannig að stórt B var límt yfir stafinn W í skiltinu og hvítt límband dregið í gegnum miðju stafsins D. Þannig breyttist Hollywood í „Hollyboob.“

Gengst við verknaðinum

Twitter-notandinn Julia Rose hefur birt myndband af sér þar sem hún sést leidd af svæðinu af lögreglumanni og gengst við verknaðinum.

Á Twitter síðu hennar kemur fram að hún hafi tekið þátt í að breyta skiltinu til þess að ritskoðun samfélagsmiðla á efni sem inniheldur nekt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×