Myndband um Ísland í brennidepli á síðu CrossFit samtakanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 09:01 Gleðin ræður ríkjum hjá okkar bestu CrossFit konum. Hér eru tvær af þeim á góðri stundu eða þær Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Skjámynd/Instagram CrossFit samtökin vöktu athygli á undraverðum árangri litla Íslands í CrossFit íþróttinni með því að rifja upp skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlum CrossFit samtakanna. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir tjáðu sig þar allar um undraverðan árangur litla Íslands í stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar í myndbandi sem var sett saman fyrir nokkrum árum. Ísland er tekið sérstaklega fyrir í upphitun CrossFit samtakanna fyrir nýtt tímabil í CrossFit íþróttinni með þvi að rija þetta skemmtilega myndband upp. „Það er auðvelt að finna ekki Ísland á heimskortinu en það er risastórt í landslagi CrossFit íþróttarinnar. Af einhverri ástæðu þá er fólkið frá þessari litlu eyju einstaklega hraust.“ Þannig byrjar myndband um íslenska undrið í CrossFit heiminum sem birt var nýverið á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. Myndbandið er orðið nokkurra ára gamalt en á vel við ennþá. Bestu CrossFit konur Íslands voru spurðar út í ástæðurnar fyrir velgengni Íslands. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Við sem þjóð erum miklir keppnismenn. Við erum kannski bara rúmlega þrjú hundruð þúsund en við höldum samt að við séum stærst í heiminum,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Allir prófa eina til fjórar íþróttagreinar þegar við erum krakkar,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég held að aðstæðurnar hérna á Íslandi eigi líka þátt í þessu því þú þarft að vera í góðu formi til að lifa af hérna,“ segir Sara Sigmundsdóttir „Menn geta deilt um ástæðurnar fyrir velgengni Íslands í CrossFit íþróttinni en staðreyndirnar eru óumdeilanlegar. Ísland hefur átt fulltrúa meðal tíu efstu á heimsleikunum alveg síðan að Anníe Þórisdóttir braust fram á sjónarsviðið árið 2009. Fjórir af síðustu sjö heimsmeisturum fæddust á Íslandi og að minnsta skoti einn íslenskur keppandi hefur endaði inn á topp tíu á sjö af síðustu átta heimsleikum,“ segir sögumaður myndbandsins. Íslenska CrossFit fólkið hefur haldið áfram að bæta við þann frábæra árangur og nú síðast vann Katrín Tanja Davíðsdóttir silfur á heimsleikunum 2020. „Við höfum trú á því að við getum þetta og það skiptir miklu máli. Við erum tilbúin að þjást til að komast þangað því við erum miklir keppnismenn. Við viljum þetta svo mikið og það er hægt að sjá það í augunum á Katrínu og Söru þegar þú ert að tala við þær. Maður finnur það,“ segir Anníe Mist. „Ég held að við pressum á hvora aðra hér heima á Íslandi. Ég vil verða besta stelpan á Íslandi, Anníe vill verða besta dóttirin á Íslandi og Katrín líka. Við búum allar nálægt hverri annarri og þekkjumst vel. Við ýtum á hverja aðra,“ segir Sara. „Þetta er íþróttin fyrir fullorðna að skemmta sér á ný,“ segir Anníe Mist. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir tjáðu sig þar allar um undraverðan árangur litla Íslands í stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar í myndbandi sem var sett saman fyrir nokkrum árum. Ísland er tekið sérstaklega fyrir í upphitun CrossFit samtakanna fyrir nýtt tímabil í CrossFit íþróttinni með þvi að rija þetta skemmtilega myndband upp. „Það er auðvelt að finna ekki Ísland á heimskortinu en það er risastórt í landslagi CrossFit íþróttarinnar. Af einhverri ástæðu þá er fólkið frá þessari litlu eyju einstaklega hraust.“ Þannig byrjar myndband um íslenska undrið í CrossFit heiminum sem birt var nýverið á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. Myndbandið er orðið nokkurra ára gamalt en á vel við ennþá. Bestu CrossFit konur Íslands voru spurðar út í ástæðurnar fyrir velgengni Íslands. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Við sem þjóð erum miklir keppnismenn. Við erum kannski bara rúmlega þrjú hundruð þúsund en við höldum samt að við séum stærst í heiminum,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Allir prófa eina til fjórar íþróttagreinar þegar við erum krakkar,“ segir Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég held að aðstæðurnar hérna á Íslandi eigi líka þátt í þessu því þú þarft að vera í góðu formi til að lifa af hérna,“ segir Sara Sigmundsdóttir „Menn geta deilt um ástæðurnar fyrir velgengni Íslands í CrossFit íþróttinni en staðreyndirnar eru óumdeilanlegar. Ísland hefur átt fulltrúa meðal tíu efstu á heimsleikunum alveg síðan að Anníe Þórisdóttir braust fram á sjónarsviðið árið 2009. Fjórir af síðustu sjö heimsmeisturum fæddust á Íslandi og að minnsta skoti einn íslenskur keppandi hefur endaði inn á topp tíu á sjö af síðustu átta heimsleikum,“ segir sögumaður myndbandsins. Íslenska CrossFit fólkið hefur haldið áfram að bæta við þann frábæra árangur og nú síðast vann Katrín Tanja Davíðsdóttir silfur á heimsleikunum 2020. „Við höfum trú á því að við getum þetta og það skiptir miklu máli. Við erum tilbúin að þjást til að komast þangað því við erum miklir keppnismenn. Við viljum þetta svo mikið og það er hægt að sjá það í augunum á Katrínu og Söru þegar þú ert að tala við þær. Maður finnur það,“ segir Anníe Mist. „Ég held að við pressum á hvora aðra hér heima á Íslandi. Ég vil verða besta stelpan á Íslandi, Anníe vill verða besta dóttirin á Íslandi og Katrín líka. Við búum allar nálægt hverri annarri og þekkjumst vel. Við ýtum á hverja aðra,“ segir Sara. „Þetta er íþróttin fyrir fullorðna að skemmta sér á ný,“ segir Anníe Mist. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Jones ber mikla virðingu fyrir Calzaghe Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira