Lífið

Neitar að leika í nektar­senum undir leik­stjórn karla

Sylvía Hall skrifar
Keira Knightley.
Keira Knightley. Getty/Kristy Sparow

Breska leikkonan Keira Knightley segist ekki koma nakin fram í kvikmyndum þar sem karlmenn fara með leikstjórn. Þá vill hún ekki leika í kynlífssenum, sérstaklega ekki eftir að hafa gengið með tvö börn.

„Þessi líkami hefur búið til tvö börn og ég væri frekar til í að sleppa því að standa nakin fyrir framan hóp karlmanna,“ sagði leikkonan í hlaðvarpinu Chanel Connects. Það spili þó einnig inn í að henni þyki óþægilegt að taka þátt í slíkum senum þegar sjónmálið er karllægt.

„Það koma stundir þar sem ég skil að kynlíf gæti passað vel inn í kvikmyndina og þú í rauninni þarft einhvern sem lítur vel út, en þá má nota einhvern annan.“

Hún kveðst spennt fyrir því að vinna með kvenkyns leikstjórum og þá sérstaklega ef umfjöllunarefnið væri reynsluheimur kvenna.

„[Ég væri til] ef ég væri að búa til sögu um það ferðalag sem móðurhlutverkið og líkamsást er. Mér finnst þó, og þið fyrirgefið, að það þyrfti að vera með kvenkyns kvikmyndagerðamanni,“ segir Keira.

„Ef það væri um móðurhlutverkið; um hversu magnaður líkaminn er og hvernig þú ert allt í einu að horfa á þennan líkama sem þú ert að kynnast, og er þinn eigin, og þú sérð hann í allt öðru ljósi og hann hefur breyst á einhvern hátt sem þú gast ekki skilið áður en þú varst móðir. Þá já, ég væri algjörlega til í að skoða það.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.