„Án áhorfenda er ekkert leikhús“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. janúar 2021 23:20 Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri var að vonum ánægður með að fá loks áhorfendur í salinn. Vísir/Arnar Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður. Magnús Geir segir það skipta verulegu máli að fá að sýna aftur á stóra sviðinu „Þetta hefur auðvitað gríðarleg þýðingu því að leikhúsið snýst auðvitað um það að mæta áhorfendum og án áhorfenda er ekkert leikhús. Þannig það má segja að það hafi ekki verið neitt leikhús síðustu mánuði.“ Starfsfólk leikhússins horfir nú björtum augum til komandi vikna og mánaða og vonast til að húsið muni iða af lífi. „Við erum afskaplega glöð og bjartsýn og full tilhlökkunar. Bæði til kvöldsins og svo auðvitað þeirra mánaða sem eru fram undan og við trúum að sýningarhaldið hefjist núna en muni síðan svona trappast upp jafnt og þétt og vonandi áður en að löngum líður verðum við komin með fullan sal og heimilt að sitja í öllum sætum.“ Aðeins mega um hundrað manns vera í salnum og því fæst sætin í notkun.Vísir/Arnar Ferlið við að setja sýninguna upp var magnað að sögn Magnúsar. „Auðvitað hafa þetta verið afskaplega krefjandi tímar fyrir okkur öll og okkur í leikhúsinu sannarlega því að við höfum ekki getað gert það sem að við þráum að gera og njótum að gera en vinnan við þessa sýningu er svolítið sérstök af því við breyttum öllum forsendum vegna kórónuveirufaraldursins.“ Þannig átti sýningin að vera á minna sviði en var færð á stóra sviðið og löguð að þeim tímum sem nú eru. „Þannig að þetta hefur verið afskaplega gjöfult og við finnum líka fyrir hvað hún talar sterkt inn í þá tíma sem við erum að upplifa. Þetta tekur á málefnum sem að eru ofarlega á baugi.“ Klippa: Fyrsta sýningin á stóra sviðinu í fjóra mánuði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Robert Redford er látinn Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Sjá meira
Magnús Geir segir það skipta verulegu máli að fá að sýna aftur á stóra sviðinu „Þetta hefur auðvitað gríðarleg þýðingu því að leikhúsið snýst auðvitað um það að mæta áhorfendum og án áhorfenda er ekkert leikhús. Þannig það má segja að það hafi ekki verið neitt leikhús síðustu mánuði.“ Starfsfólk leikhússins horfir nú björtum augum til komandi vikna og mánaða og vonast til að húsið muni iða af lífi. „Við erum afskaplega glöð og bjartsýn og full tilhlökkunar. Bæði til kvöldsins og svo auðvitað þeirra mánaða sem eru fram undan og við trúum að sýningarhaldið hefjist núna en muni síðan svona trappast upp jafnt og þétt og vonandi áður en að löngum líður verðum við komin með fullan sal og heimilt að sitja í öllum sætum.“ Aðeins mega um hundrað manns vera í salnum og því fæst sætin í notkun.Vísir/Arnar Ferlið við að setja sýninguna upp var magnað að sögn Magnúsar. „Auðvitað hafa þetta verið afskaplega krefjandi tímar fyrir okkur öll og okkur í leikhúsinu sannarlega því að við höfum ekki getað gert það sem að við þráum að gera og njótum að gera en vinnan við þessa sýningu er svolítið sérstök af því við breyttum öllum forsendum vegna kórónuveirufaraldursins.“ Þannig átti sýningin að vera á minna sviði en var færð á stóra sviðið og löguð að þeim tímum sem nú eru. „Þannig að þetta hefur verið afskaplega gjöfult og við finnum líka fyrir hvað hún talar sterkt inn í þá tíma sem við erum að upplifa. Þetta tekur á málefnum sem að eru ofarlega á baugi.“ Klippa: Fyrsta sýningin á stóra sviðinu í fjóra mánuði
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Robert Redford er látinn Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Sjá meira
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19
Þessar reglur tóku gildi á miðnætti Sóttvarnaraðgerðir voru hertar á miðnætti í nótt og munu nýju reglurnar gilda til og með 17. nóvember. 31. október 2020 08:36