„Lið eru að undirbúa sig undir færslu kvennaboltans nær karla umhverfinu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2021 09:01 Sveindís Jane Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir eru meðal þeirra landsliðskvenna sem hafa haldið erlendis í atvinnumennsku á undanförnum vikum. Vísir/Vilhelm/Bára Mikil eftirspurn er eftir ungum íslenskum landsliðskonum í knattspyrnu þessa dagana og fjöldi þeirra haldið í atvinnumennsku nýverið. Daði Rafnsson, yfirmaður knattspyrnuþróunar hjá HK, segir atvinnumennsku kvenna vera að breytast og færast nær því sem þekksit karla megin. Mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnu um gervalla Evrópu þessa dagana. Hin ýmsu lið virðast vera byggja upp til framtíðar og sést það best á þeim gífurlega áhuga erlendis frá á ungum knattspyrnukonum frá Íslandi. Sveindís Jane Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru allt dæmi um unga íslenska leikmenn sem hafa haldið í atvinnumennsku á undanförnum vikum. Sú síðastnefnda fór þó aðeins á láni. Þá hafa eldri leikmenn á borð við Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur einnig haldið út síðan síðasta tímabil hófst hér heima. Daði Rafnsson var ráðinn yfirmaður knattspyrnuþróunnar hjá HK seint á síðasta ári.HK Ástæðan er einfaldlega sú að lið erlendis eru að undirbúa sig undir að kvennafótboltinn færist nær umhverfinu sem þekkist karla megin. Svo segir Daði í þræði sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Daði hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari frá árinu 2002 og fór meðal annars með Sigurði Ragnar Eyjólfssyni til Kína í ársbyrjun 2017 og starfaði þar í tæpt ár. „Síðastliðið ár sáu stórlið vaxtamöguleikana hjá konum. Árið 2014 var ég Dortmund og stjórnendur ypptu öxlum, „warum frauen?“ Á okkar ástkæra ylhýra mætti þýða „warum frauen“ myndi þýðast sem „af hverju konur.“ Daði hélt svo áfram. „Í Mönchengladbach var eigandinn hins farinn að skipa fyrir að hann vildi sjá ungar konur geta speglað sig í félagslitunum. Dortmund mun hefja keppni í haust.“ Oft drifið áfram af aukinni samfélagslegri meðvitund „Hvati liðanna er tvíþættur, tekjumöguleikar með því að bæta helming mannkyns í viðskiptamannahópinn sem kaupir treyjur, áskriftir og fleira. En hann er einnig í mörgum tilvikum drifinn áfram af aukinni samfélagslegri meðvitund.“ „Borussia Dortmund, Barcelona, Real Madrid og Manchester United segjast vera mikilvægar stofnanir í samfélagi sínu. Margir innan félaganna hafa bent á að það sé ómögulegt án þess að vera með kvennalið og drifið áfram breytingar.“ Lyon er fyrirmyndin „Fyrirmyndin er Lyon. [Jean-Michel] Aulas, forseti félagsins hefur uppskorið ekki bara í titlum heldur jákvæðum áhrif á allt félagið. Hann spáir því töluverðri aukningu á tekjum inn í kvennaboltann þennan áratuginn og telur fjárfestinguna góða.“ „Á Íslandi setja til dæmis Valur og Breiðablik yfirlýstan metnað í kvennastarfið sem hefur jákvæð áhrif á alla umgjörð félagsins. Þau og fleiri eru nú farin að byggja módel á að selja og lána leikmenn sína erlendis.“ Af hverju eru íslenskir leikmenn samt að fara í stórlið erlendis? „Þær sem eru að leiða bylgjuna núna voru 8 til 14 ára gamlar þegar landsliðið fór á EM 2009. Sýnilegar fyrirmyndir og aukinn áhugi gaf þeim vítamínssprautu. Meiri áhugi félaganna, þjálfara og foreldra ýtti enn frekar undir. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á ímynd íslenskra knattspyrnukvenna og rutt brautina meira en fólk áttar sig á.“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk til liðs við Lyon síðasta sumar og varð í kjölfarið Evrópumeistari með félaginu. Lyon er langstærsta kvennalið Evrópu en nú loksins virðast önnur stórlið Evrópu vera að ranka við sér.VÍSIR/GETTY Þá hrósar Daði íslenska uppeldiskerfinu og segir það í heimsklassa. „Við vanmetum það rosalega og þetta eru mjög efnilegir leikmenn. Í boði eru ekki miklar upphæðir í samanburði við karlaboltann. Enn eru stór svæði sem gefa af sér frábæra leikmenn karla megin vanþróuð.“ Undir lokin nefnir Daði að umboðsmennska og hvernig leikmenn eru skoðaðir (e. scouting) sé að mestu í óreiðu í kvennaboltanum. „Það munu mörg glerþök liggja í valnum eftir tíu ár. Þetta er rétt að byrja,“ sagði Daði Rafnsson að lokum um framtíð kvennafótboltans á Twitter-síðu sinni. Warum frauen? Af hverju eru svona margar íslenskar knattspyrnukonur að semja erlendis? Af því að atvinnumennskan er að breytast. Lið eru að undirbúa sig undir færslu kv.boltans nær karla umhverfinu. /Þráður— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) January 22, 2021 Fótbolti Íslenski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnu um gervalla Evrópu þessa dagana. Hin ýmsu lið virðast vera byggja upp til framtíðar og sést það best á þeim gífurlega áhuga erlendis frá á ungum knattspyrnukonum frá Íslandi. Sveindís Jane Jónsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir eru allt dæmi um unga íslenska leikmenn sem hafa haldið í atvinnumennsku á undanförnum vikum. Sú síðastnefnda fór þó aðeins á láni. Þá hafa eldri leikmenn á borð við Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, Önnu Björk Kristjánsdóttur og Örnu Sif Ásgrímsdóttur einnig haldið út síðan síðasta tímabil hófst hér heima. Daði Rafnsson var ráðinn yfirmaður knattspyrnuþróunnar hjá HK seint á síðasta ári.HK Ástæðan er einfaldlega sú að lið erlendis eru að undirbúa sig undir að kvennafótboltinn færist nær umhverfinu sem þekkist karla megin. Svo segir Daði í þræði sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær. Daði hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari frá árinu 2002 og fór meðal annars með Sigurði Ragnar Eyjólfssyni til Kína í ársbyrjun 2017 og starfaði þar í tæpt ár. „Síðastliðið ár sáu stórlið vaxtamöguleikana hjá konum. Árið 2014 var ég Dortmund og stjórnendur ypptu öxlum, „warum frauen?“ Á okkar ástkæra ylhýra mætti þýða „warum frauen“ myndi þýðast sem „af hverju konur.“ Daði hélt svo áfram. „Í Mönchengladbach var eigandinn hins farinn að skipa fyrir að hann vildi sjá ungar konur geta speglað sig í félagslitunum. Dortmund mun hefja keppni í haust.“ Oft drifið áfram af aukinni samfélagslegri meðvitund „Hvati liðanna er tvíþættur, tekjumöguleikar með því að bæta helming mannkyns í viðskiptamannahópinn sem kaupir treyjur, áskriftir og fleira. En hann er einnig í mörgum tilvikum drifinn áfram af aukinni samfélagslegri meðvitund.“ „Borussia Dortmund, Barcelona, Real Madrid og Manchester United segjast vera mikilvægar stofnanir í samfélagi sínu. Margir innan félaganna hafa bent á að það sé ómögulegt án þess að vera með kvennalið og drifið áfram breytingar.“ Lyon er fyrirmyndin „Fyrirmyndin er Lyon. [Jean-Michel] Aulas, forseti félagsins hefur uppskorið ekki bara í titlum heldur jákvæðum áhrif á allt félagið. Hann spáir því töluverðri aukningu á tekjum inn í kvennaboltann þennan áratuginn og telur fjárfestinguna góða.“ „Á Íslandi setja til dæmis Valur og Breiðablik yfirlýstan metnað í kvennastarfið sem hefur jákvæð áhrif á alla umgjörð félagsins. Þau og fleiri eru nú farin að byggja módel á að selja og lána leikmenn sína erlendis.“ Af hverju eru íslenskir leikmenn samt að fara í stórlið erlendis? „Þær sem eru að leiða bylgjuna núna voru 8 til 14 ára gamlar þegar landsliðið fór á EM 2009. Sýnilegar fyrirmyndir og aukinn áhugi gaf þeim vítamínssprautu. Meiri áhugi félaganna, þjálfara og foreldra ýtti enn frekar undir. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á ímynd íslenskra knattspyrnukvenna og rutt brautina meira en fólk áttar sig á.“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk til liðs við Lyon síðasta sumar og varð í kjölfarið Evrópumeistari með félaginu. Lyon er langstærsta kvennalið Evrópu en nú loksins virðast önnur stórlið Evrópu vera að ranka við sér.VÍSIR/GETTY Þá hrósar Daði íslenska uppeldiskerfinu og segir það í heimsklassa. „Við vanmetum það rosalega og þetta eru mjög efnilegir leikmenn. Í boði eru ekki miklar upphæðir í samanburði við karlaboltann. Enn eru stór svæði sem gefa af sér frábæra leikmenn karla megin vanþróuð.“ Undir lokin nefnir Daði að umboðsmennska og hvernig leikmenn eru skoðaðir (e. scouting) sé að mestu í óreiðu í kvennaboltanum. „Það munu mörg glerþök liggja í valnum eftir tíu ár. Þetta er rétt að byrja,“ sagði Daði Rafnsson að lokum um framtíð kvennafótboltans á Twitter-síðu sinni. Warum frauen? Af hverju eru svona margar íslenskar knattspyrnukonur að semja erlendis? Af því að atvinnumennskan er að breytast. Lið eru að undirbúa sig undir færslu kv.boltans nær karla umhverfinu. /Þráður— Daði Rafnsson (@dadirafnsson) January 22, 2021
Fótbolti Íslenski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira