Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2025 21:00 Arne Slot þarf að finna lausnir á slæmu gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Sigur gegn PSV á morgun kæmi liðinu hins vegar í mjög góð mál í Meistaradeild Evrópu. Getty/Molly Darlington Englandsmeistarar Liverpool eru aðeins í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal, og knattspyrnustjórinn Arne Slot kennir sjálfum sér um stöðuna. Liðið mætir PSV í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er í fínum málum í Meistaradeildinni eftir þrjá sigra í fjórum leikjum en tvö 3-0 töp í röð í úrvalsdeildinni, gegn Nottingham Forest og Manchester City, sýna að ekki er allt með felldu hjá meisturunum sem fóru mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. „Sjálfstraustið er ekki vandamálið hérna. Við verðum að hjálpa okkur að verjast betur. Við erum ekki að gera neitt mikið öðruvísi með boltann frá því á síðustu leiktíð en mörkin sem við fáum á okkur eru það,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við PSV. Liverpool hefur skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en fengið á sig 20, og tapað sex af tólf deildarleikjum sínum til þessa. 🚨 Arne Slot: “I take the responsibility, I feel guilty for it. As a manager I try to lead by example and try even harder."“To be honest I didn't expect to be in this situation, the way we go about it tactically and the quality of players we have”. pic.twitter.com/qFaVBzKtyr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2025 „Ég er búinn að segja það margoft að við finnum aldrei fullnægjandi afsakanir fyrir þessari frammistöðu. Þetta er eitthvað sem hvorki ég né félagið bjóst við, né nokkur annar. En þetta er kannski besta félagið sem lent gæti í svona. Því erfiðari sem hlutirnir verða því meira saman stendur félagið. Fjöldinn af mörkum sem við höfum fengið á okkur er eiginlega fáránlegur fyrir félag eins og okkur. Við fáum á okkur fleiri mörk en á síðustu leiktíð. Á sama tíma á síðustu leiktíð höfðum við ekki fengið á okkur mark úr föstu leikatriði en núna eru þau níu talsins,“ sagði Slot en Hollendingurinn kenndi ekki neinum um nema sjálfum sér: „Ég axla ábyrgð á þessu. Ég kenni sjálfum mér um þetta. Sem knattspyrnustjóri reyni ég að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja mig enn betur fram. Satt best að segja bjóst ég ekki við að vera í þessari stöðu, miðað við hvernig við nálgumst leikina taktískt og gæðin í leikmannahópnum.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira
Liverpool er í fínum málum í Meistaradeildinni eftir þrjá sigra í fjórum leikjum en tvö 3-0 töp í röð í úrvalsdeildinni, gegn Nottingham Forest og Manchester City, sýna að ekki er allt með felldu hjá meisturunum sem fóru mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. „Sjálfstraustið er ekki vandamálið hérna. Við verðum að hjálpa okkur að verjast betur. Við erum ekki að gera neitt mikið öðruvísi með boltann frá því á síðustu leiktíð en mörkin sem við fáum á okkur eru það,“ sagði Slot á blaðamannafundi í dag, fyrir leikinn við PSV. Liverpool hefur skorað 18 mörk í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en fengið á sig 20, og tapað sex af tólf deildarleikjum sínum til þessa. 🚨 Arne Slot: “I take the responsibility, I feel guilty for it. As a manager I try to lead by example and try even harder."“To be honest I didn't expect to be in this situation, the way we go about it tactically and the quality of players we have”. pic.twitter.com/qFaVBzKtyr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 25, 2025 „Ég er búinn að segja það margoft að við finnum aldrei fullnægjandi afsakanir fyrir þessari frammistöðu. Þetta er eitthvað sem hvorki ég né félagið bjóst við, né nokkur annar. En þetta er kannski besta félagið sem lent gæti í svona. Því erfiðari sem hlutirnir verða því meira saman stendur félagið. Fjöldinn af mörkum sem við höfum fengið á okkur er eiginlega fáránlegur fyrir félag eins og okkur. Við fáum á okkur fleiri mörk en á síðustu leiktíð. Á sama tíma á síðustu leiktíð höfðum við ekki fengið á okkur mark úr föstu leikatriði en núna eru þau níu talsins,“ sagði Slot en Hollendingurinn kenndi ekki neinum um nema sjálfum sér: „Ég axla ábyrgð á þessu. Ég kenni sjálfum mér um þetta. Sem knattspyrnustjóri reyni ég að ganga á undan með góðu fordæmi og leggja mig enn betur fram. Satt best að segja bjóst ég ekki við að vera í þessari stöðu, miðað við hvernig við nálgumst leikina taktískt og gæðin í leikmannahópnum.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira