„Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Aron Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2025 12:03 Guðmundur Hreiðarsson og Heimir Hallgrímsson mynda gott teymi og hafa komið víða við saman á sínum ferli. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir mikilvægt að umkringja sig góðu fólki sem eru ekki bara til staðar þegar vel gengur, heldur líka þegar að illa gengur. Slíkan mikilvægan vin á hann í Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara. Írar eru á leið í umspil um sæti fyrir HM næsta ár og mæta Tékklandi á útivelli í undanúrslitum eftir að hafa tryggt sér sæti í umspilinu á ævintýralegan hátt með sigrum á Portúgal og Ungverjalandi. Komist þeir í gegnum Tékkland bíður úrslitaleikur á heimavelli gegn annað hvort Danmörku eða Norður Makedóníu. Eftir að Írar höfðu tryggt sér sæti í umspilinu birti írska knattspyrnusambandið brot úr liðsræðu Heimis eftir sigurinn á Ungverjum þar sem að hann hvatti leikmenn sína til þess að umkringja sig fólki sem gefur þeim orku, bæði á góðum og slæmum tímum, í stað þeirra sem setja hafa aðeins samband þegar velgengni gerir vart um sig. „Það er smá sálfræði í þessu,“ segir Heimir aðspurður í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. „Það er sagt að þú sér meðaltal þeirra fimm manneskja sem þú umgengst mest. Það er því eins gott að umkringja sig góðu fólki og það er til dæmis það sem hefur hjálpað mér í lífinu, hvað ég hef haft gott fólk í kringum mig sem styður mig og rífur mig upp þegar að illa gengur. Þar finnur þú vini þína, ekki í velgengninni, þú finnur vini þína þegar að illa gengur og hart er í ári í lífinu. Það er þá sem þú finnur hverjir eru þínir stuðningsmenn, þínir alvöru vinir. „Einn af þeim sem gerir mig betri“ Heimir er vel meðvitaður um hjálpina sem felst í því að umkringja sig stuðningsaðilum, góðum vinum, og einn slíkan á hann í markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni en undanfarin fimmtán ár hafa þeir starfað saman í mörgum mismunandi verkefnum. Klippa: „Minn sálfræðingur og besti vinur“ „Hann er einn af þeim sem að gerir mig betri. Kann að segja mér að hætta þessu væli og ég fæ að gráta í kjöltuna á honum. Hann er minn sálfræðingur og besti vinur. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að umkringja mig góðu fólki. Þú verður alltaf að hafa einhvern sem þú getur talað við og treyst fyrir hlutum sem þjálfari. Því þú veist aldrei, sérstaklega þegar að þú kemur inn í nýtt umhverfi eins og við erum búnir að vera gera og veist ekki hverjum þú getur treyst. Gummi hefur verið minn besti vinur síðustu ár í þessu, þekkir mig bara og veit hvenær á að ýta á þennan takka og hinn hjá mér. Svo er hann bara magnaður fagmaður í sínu starfi. Allir þeir markmenn sem vinna með honum, núna er hann að vinna með heimsklassa markmönnum, eru að springa úr ánægju með hann. Sem fagmaður frábær en sem vinur enn þá betri.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira
Írar eru á leið í umspil um sæti fyrir HM næsta ár og mæta Tékklandi á útivelli í undanúrslitum eftir að hafa tryggt sér sæti í umspilinu á ævintýralegan hátt með sigrum á Portúgal og Ungverjalandi. Komist þeir í gegnum Tékkland bíður úrslitaleikur á heimavelli gegn annað hvort Danmörku eða Norður Makedóníu. Eftir að Írar höfðu tryggt sér sæti í umspilinu birti írska knattspyrnusambandið brot úr liðsræðu Heimis eftir sigurinn á Ungverjum þar sem að hann hvatti leikmenn sína til þess að umkringja sig fólki sem gefur þeim orku, bæði á góðum og slæmum tímum, í stað þeirra sem setja hafa aðeins samband þegar velgengni gerir vart um sig. „Það er smá sálfræði í þessu,“ segir Heimir aðspurður í viðtali hjá íþróttadeild Sýnar. „Það er sagt að þú sér meðaltal þeirra fimm manneskja sem þú umgengst mest. Það er því eins gott að umkringja sig góðu fólki og það er til dæmis það sem hefur hjálpað mér í lífinu, hvað ég hef haft gott fólk í kringum mig sem styður mig og rífur mig upp þegar að illa gengur. Þar finnur þú vini þína, ekki í velgengninni, þú finnur vini þína þegar að illa gengur og hart er í ári í lífinu. Það er þá sem þú finnur hverjir eru þínir stuðningsmenn, þínir alvöru vinir. „Einn af þeim sem gerir mig betri“ Heimir er vel meðvitaður um hjálpina sem felst í því að umkringja sig stuðningsaðilum, góðum vinum, og einn slíkan á hann í markmannsþjálfaranum Guðmundi Hreiðarssyni en undanfarin fimmtán ár hafa þeir starfað saman í mörgum mismunandi verkefnum. Klippa: „Minn sálfræðingur og besti vinur“ „Hann er einn af þeim sem að gerir mig betri. Kann að segja mér að hætta þessu væli og ég fæ að gráta í kjöltuna á honum. Hann er minn sálfræðingur og besti vinur. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að umkringja mig góðu fólki. Þú verður alltaf að hafa einhvern sem þú getur talað við og treyst fyrir hlutum sem þjálfari. Því þú veist aldrei, sérstaklega þegar að þú kemur inn í nýtt umhverfi eins og við erum búnir að vera gera og veist ekki hverjum þú getur treyst. Gummi hefur verið minn besti vinur síðustu ár í þessu, þekkir mig bara og veit hvenær á að ýta á þennan takka og hinn hjá mér. Svo er hann bara magnaður fagmaður í sínu starfi. Allir þeir markmenn sem vinna með honum, núna er hann að vinna með heimsklassa markmönnum, eru að springa úr ánægju með hann. Sem fagmaður frábær en sem vinur enn þá betri.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira