Hareide með krabbamein í heila Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2025 19:44 Åge Hareide hætti sem landsliðsþjálfari Íslands fyrir ári síðan. AP/Darko Vojinovic Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með krabbamein í heila. Hann komst að því í sumar og segir frá veikindum sínum í viðtali við norska miðilinn VG í dag. „Þetta var áfall,“ segir hinn 72 ára gamli Hareide. Þessi sigursæli þjálfari, sem var svo nálægt því að koma Íslandi á EM á síðasta ári, glímir við mikla skerðingu á bæði hreyfigetu og tali vegna meinsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, greindi frá því fyrir rúmri viku, í aðdraganda þess að Norðmenn tryggðu sig inn á HM, að Hareide glímdi við alvarleg veikindi. Nú er komið í ljós að um er að ræða krabbamein í heila. Hugsa núna bara um að njóta jólanna saman Solbakken sagði frá veikindunum og að Hareide væri mættur til Ítalíu, til að sjá Noreg komast inn á HM, og vonaði að það yrði hvatning fyrir leikmenn liðsins að vita af fyrrverandi landsliðsþjálfaranum. Þeir unnu svo frábæran sigur á Ítölum og við tók þjóðhátíð í Noregi til að fagna langþráðu HM-sæti. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort Hareide getur mætt til Norður-Ameríku næsta sumar og notið HM þar. „Við höfum rætt um það og við vonumst eftir HM í fótbolta næsta sumar en það skýrist. Núna hugsum við fyrst og fremst um að njóta góðra jóla. Meira getum við ekki sagt núna,“ sagði Bendik, sonur Hareide, sem var með honum í viðtalinu við VG. Hugðist taka við landsliði Það var 17. júlí sem fjölskyldan tók eftir því að eitthvað var að, þegar Hareide fór að tala óskýrt og eitthvað virtist að hægri hlið andlits hans. Skoðun leiddi svo krabbameinið í ljós en Hareide hafði aðeins nokkrum dögum áður verið að velta fyrir sér að snúa aftur í þjálfun, sem landsliðsþjálfari Óman. Þess í stað tók við sex vikna geislameðferð sem lauk í lok september. „Það er hálfgerð synd... en þjálfarastörfin verða ekki fleiri,“ sagði Hareide en tekur fram að hann sé heppinn að hafa fengið að upplifa jafnmikið og hann gerði á sínum ferli. Hareide hefur stýrt landsliðum Íslands, Danmerkur og Noregs en einnig náð góðum árangri á löngum ferli í félagsliðaþjálfun þar sem hann vann til að mynda sænska meistaratilinn með Helsingborg 1999 og með Malmö 2014, danska meistaratitilinn með Bröndby 2002 og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2003. Krabbamein Landslið karla í fótbolta Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
„Þetta var áfall,“ segir hinn 72 ára gamli Hareide. Þessi sigursæli þjálfari, sem var svo nálægt því að koma Íslandi á EM á síðasta ári, glímir við mikla skerðingu á bæði hreyfigetu og tali vegna meinsins og óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, greindi frá því fyrir rúmri viku, í aðdraganda þess að Norðmenn tryggðu sig inn á HM, að Hareide glímdi við alvarleg veikindi. Nú er komið í ljós að um er að ræða krabbamein í heila. Hugsa núna bara um að njóta jólanna saman Solbakken sagði frá veikindunum og að Hareide væri mættur til Ítalíu, til að sjá Noreg komast inn á HM, og vonaði að það yrði hvatning fyrir leikmenn liðsins að vita af fyrrverandi landsliðsþjálfaranum. Þeir unnu svo frábæran sigur á Ítölum og við tók þjóðhátíð í Noregi til að fagna langþráðu HM-sæti. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort Hareide getur mætt til Norður-Ameríku næsta sumar og notið HM þar. „Við höfum rætt um það og við vonumst eftir HM í fótbolta næsta sumar en það skýrist. Núna hugsum við fyrst og fremst um að njóta góðra jóla. Meira getum við ekki sagt núna,“ sagði Bendik, sonur Hareide, sem var með honum í viðtalinu við VG. Hugðist taka við landsliði Það var 17. júlí sem fjölskyldan tók eftir því að eitthvað var að, þegar Hareide fór að tala óskýrt og eitthvað virtist að hægri hlið andlits hans. Skoðun leiddi svo krabbameinið í ljós en Hareide hafði aðeins nokkrum dögum áður verið að velta fyrir sér að snúa aftur í þjálfun, sem landsliðsþjálfari Óman. Þess í stað tók við sex vikna geislameðferð sem lauk í lok september. „Það er hálfgerð synd... en þjálfarastörfin verða ekki fleiri,“ sagði Hareide en tekur fram að hann sé heppinn að hafa fengið að upplifa jafnmikið og hann gerði á sínum ferli. Hareide hefur stýrt landsliðum Íslands, Danmerkur og Noregs en einnig náð góðum árangri á löngum ferli í félagsliðaþjálfun þar sem hann vann til að mynda sænska meistaratilinn með Helsingborg 1999 og með Malmö 2014, danska meistaratitilinn með Bröndby 2002 og norska meistaratitilinn með Rosenborg 2003.
Krabbamein Landslið karla í fótbolta Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti