Enski boltinn

Ég vil aldrei spila í Evrópudeildinni aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Petr Cech, markvörður Chelsea, verður í eldlínunni í kvöld er lið hans mætir Benfica í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA í Amsterdam.

Hann vill vitanlega vinna titilinn í kvöld en um leið segja skilið við keppnina fyrir fullt og allt.

„Það væri frábært að vinna tvo Evróputitla í röð,“ sagði Cech en Chelsea vann Meistaradeild Evrópu í fyrra. „Og það við nánast sömu aðstæður eftir að hafa skipt um knattspyrnustjóra um mitt tímabil.“

„Það voru mikil vonbrigði að falla úr leik í Meistaradeildinni en við vildum bera virðingu fyrir þessari keppninni. Ég segi þó með fullri virðingu að ég vona að þetta sé í síðasta sinn sem ég spila í Evrópudeildinni.“

Hann segir að leikmenn Chelsea séu klárir í slaginn fyrir leikinn í kvöld. „Þetta snýst um að vera með rétt hugarfar. Við óttumst ekki úrslitaleikinn og við óttumst ekki að gera mistök.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×