Fimm ára stöðvaður á hraðbrautinni á leið að kaupa Lamborghini Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2020 18:17 Drengurinn vissi upp á sig sökina. Búið er að fela andlit hans á þessari mynd. Mynd/Lögreglan í Utah Verkefnin geta verið fjölbreytt hjá umferðarlögreglu en það er líklega ekki oft sem umferðarlögreglumenn í Utah-ríki Bandaríkjanna hafa þurft að stöðva fimm ára ökumenn. Það var nákvæmlega það sem gerðist á dögunum þegar lögregla veitti því athygli að ökulag eins ökumanns á hraðbraut í ríkinu var með undarlegasta móti. Þegar ferð ökumannsins var stöðvuð kom í ljós að ökumaðurinn var ekki hár í loftinu og aðeins fimm ára gamall. Aðspurður um hvað í ósköpunum hann hafi verið að gera sagðist hinn fimm ára gamli ökuþór hafa ætlað sér að keyra til Kaliforníu á bíl foreldra hans. Þar hafi hann ætlað sér að kaupa sér Lamborghini-sportbíl, þar sem mamma hans hafi neitað að kaupa slíkan bíl handa honum. Slíkir bílar eru þó afar dýrir og segir á Twitter-síðu umferðarlögreglu Utah að líklega hefði drengurinn ekki haft efni á að kaupa sér sportbílinn hefði hann komist á áfangastað, enda bara með þrjá dollara í vasanum. One of our Troopers in Weber Co. initiated a traffic stop on what he thought was an impaired driver. Turns out it was this young man, age 5, somehow made his way up onto the freeway in his parents' car. Made it from 17th and Lincoln in Ogden down to the 25th St off-ramp SB I-15. pic.twitter.com/3aF1g22jRB— Utah Highway Patrol (@UTHighwayPatrol) May 4, 2020 Talið er að drengurinn hafi ekið um hraðbrautina í fimm mínútur en engum varð meint af. Í frétt BBC segir að málið verði sett í hendur saksóknara sem muni taka ákvörðun um hvort einhverjum viðurlögum verði beitt. Í millitíðinni beinir lögreglan því til allra að tryggja að ung börn komist ekki í bíllykla fjölskyldubílsins. Bílar Bandaríkin Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Verkefnin geta verið fjölbreytt hjá umferðarlögreglu en það er líklega ekki oft sem umferðarlögreglumenn í Utah-ríki Bandaríkjanna hafa þurft að stöðva fimm ára ökumenn. Það var nákvæmlega það sem gerðist á dögunum þegar lögregla veitti því athygli að ökulag eins ökumanns á hraðbraut í ríkinu var með undarlegasta móti. Þegar ferð ökumannsins var stöðvuð kom í ljós að ökumaðurinn var ekki hár í loftinu og aðeins fimm ára gamall. Aðspurður um hvað í ósköpunum hann hafi verið að gera sagðist hinn fimm ára gamli ökuþór hafa ætlað sér að keyra til Kaliforníu á bíl foreldra hans. Þar hafi hann ætlað sér að kaupa sér Lamborghini-sportbíl, þar sem mamma hans hafi neitað að kaupa slíkan bíl handa honum. Slíkir bílar eru þó afar dýrir og segir á Twitter-síðu umferðarlögreglu Utah að líklega hefði drengurinn ekki haft efni á að kaupa sér sportbílinn hefði hann komist á áfangastað, enda bara með þrjá dollara í vasanum. One of our Troopers in Weber Co. initiated a traffic stop on what he thought was an impaired driver. Turns out it was this young man, age 5, somehow made his way up onto the freeway in his parents' car. Made it from 17th and Lincoln in Ogden down to the 25th St off-ramp SB I-15. pic.twitter.com/3aF1g22jRB— Utah Highway Patrol (@UTHighwayPatrol) May 4, 2020 Talið er að drengurinn hafi ekið um hraðbrautina í fimm mínútur en engum varð meint af. Í frétt BBC segir að málið verði sett í hendur saksóknara sem muni taka ákvörðun um hvort einhverjum viðurlögum verði beitt. Í millitíðinni beinir lögreglan því til allra að tryggja að ung börn komist ekki í bíllykla fjölskyldubílsins.
Bílar Bandaríkin Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira