Fótbolti

Vændisdómararnir í fangelsi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gary Low, lögmaður þremenninganna frá Líbanon.
Gary Low, lögmaður þremenninganna frá Líbanon. Nordicphotos/AFP

Tveir aðstoðardómarar frá Líbanon voru í dag dæmdir í þriggja mánaða fangelsi í Singapúr. Þeir voru fundnir sekir um að að hafa samþykkt að þiggja vændi í skiptum fyrir að hafa hagræða úrslitum í knattspyrnuleik.

Kastljósinu hefur verið beint að Singapúr undanfarna mánuði eftir að Evrópulögreglan greindi frá því að úrslitum í hundruð leikja víðsvegar um álfuna hefði verið hagrætt.

Refsing aðaldómarans hefur ekki enn verið ákveðin.

Dómararnir þrír eiga að hafa hitt mann að nafni Ding Si Yang á kaffihúsi í Beirút 2. apríl. Þar hafi verið til umræðu hvernig stúlkur þeir vildu hafa í samskiptum við í skiptum fyrir hagræðingu úrslita. Ding hefur neitað sök um að hafa mútað dómurunum en máli hans hefur ekki verið lokið.

Dómaraþríeykið frá Líbanon átti að dæma viðureign Tampines Rovers frá Singapúr og East Bengal frá Indlandi umræddan annan dag aprílmánaðar. Þeim var hins vegar skipt út fyrir nýja dómara á síðustu stundu.


Tengdar fréttir

Spilltir dómarar þáðu vændi

Dómarartríó frá Líbanon er sakað um að hafa þegið vændi í skiptum fyrir að hagræða úrslitum í leik í Asíubikarnum á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×