Safna upplýsingum um þörf á félagslegu húsnæði Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. janúar 2015 07:00 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra ætlar að leggja húsnæðismálaáætlun fyrir Alþingi. fréttablaðið/vilhelm Enn liggur ekkert fyrir um það hvenær Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnir ný þingmál um endurbætur á húsnæðiskerfinu. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði við Fréttablaðið á dögunum að óvissan um framtíð sjóðsins yki á vanda hans. „Ég vona sem fyrst. Þetta eru nokkuð fjölbreytt mál og mörg. Hér er ekki um að ræða eitt frumvarp. Þetta snýr ekki bara að einum þætti húsnæðiskerfisins, heldur koma þarna fram mjög víðtækar tillögur sem snúa að nokkrum lagabálkum,“ segir Eygló. Hún segir að stefnt sé á að þessi mál verði kynnt vorþinginu. Megináherslan sé lögð á að vinna þau frumvörp sem voru kynnt á þingmálaskránni. Þar er boðað frumvarp til laga um húsnæðismál, frumvarp til laga um húsnæðissamvinnufélög og frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum. Eygló segir að ráðuneytið hafi leitað eftir nánu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin og sé að viða að sér upplýsingum um áform sveitarfélaga varðandi uppbyggingu á félagslegu húsnæði fyrir fólk í félagslegum eða fjárhagslegum vanda. „Að við fáum upplýsingar um það hver sé þörfin fyrir fatlað fólk, fyrir aldraða og fyrir námsmenn. Ríkið hefur stutt sveitarfélögin eða viðkomandi félagasamtök sérstaklega varðandi uppbyggingu fyrir þessa hópa. Það má segja að fyrsta skrefið að því hafi verið tekið þegar Reykjavíkurborg samþykkti sína áætlun, um hvað byggt yrði upp á næstu fimm árum,“ segir Eygló. Hún segir að tölur sem þessar frá sveitarfélögunum hafi ekki legið fyrir. „Og það er rétt að fara með það fyrir þingið og þingið mun þá samþykkja húsnæðisáætlun um uppbyggingu þegar kemur að félagslegu húsnæði. Síðan erum við með tillögur sem snúa að breytingu á húsnæðisbótakerfinu. Að jafna stuðninginn við þá sem búa í ólíkum búsetuformum og ólíkum fjölskyldugerðum,“ segir Eygló. Hún minnir á tillögur frá verkefnastjórn um framtíð húsnæðismála að vaxta- og húsaleigubótakerfið verði því sameinað í eitt. Aðspurð hvort sú óvissa sem er uppi um framtíð Íbúðalánasjóðs auki á vanda hans, segist hún telja að það hafi allir áhyggjur af stöðu sjóðsins. Nú sé verið að vinna að skýrum tillögum um framtíðarskipulag. „Við höfum líka að sama skapi lagt áherslu á það við Íbúðalánasjóð að sjóðurinn sinni viðskiptavinum eins vel og hann mögulega getur og þar af leiðandi að það fólk sem á í viðskiptum við íbúðalánasjóð finni fyrir því að sjóðurinn er að huga að því,“ segir Eygló. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Enn liggur ekkert fyrir um það hvenær Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnir ný þingmál um endurbætur á húsnæðiskerfinu. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sagði við Fréttablaðið á dögunum að óvissan um framtíð sjóðsins yki á vanda hans. „Ég vona sem fyrst. Þetta eru nokkuð fjölbreytt mál og mörg. Hér er ekki um að ræða eitt frumvarp. Þetta snýr ekki bara að einum þætti húsnæðiskerfisins, heldur koma þarna fram mjög víðtækar tillögur sem snúa að nokkrum lagabálkum,“ segir Eygló. Hún segir að stefnt sé á að þessi mál verði kynnt vorþinginu. Megináherslan sé lögð á að vinna þau frumvörp sem voru kynnt á þingmálaskránni. Þar er boðað frumvarp til laga um húsnæðismál, frumvarp til laga um húsnæðissamvinnufélög og frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum. Eygló segir að ráðuneytið hafi leitað eftir nánu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin og sé að viða að sér upplýsingum um áform sveitarfélaga varðandi uppbyggingu á félagslegu húsnæði fyrir fólk í félagslegum eða fjárhagslegum vanda. „Að við fáum upplýsingar um það hver sé þörfin fyrir fatlað fólk, fyrir aldraða og fyrir námsmenn. Ríkið hefur stutt sveitarfélögin eða viðkomandi félagasamtök sérstaklega varðandi uppbyggingu fyrir þessa hópa. Það má segja að fyrsta skrefið að því hafi verið tekið þegar Reykjavíkurborg samþykkti sína áætlun, um hvað byggt yrði upp á næstu fimm árum,“ segir Eygló. Hún segir að tölur sem þessar frá sveitarfélögunum hafi ekki legið fyrir. „Og það er rétt að fara með það fyrir þingið og þingið mun þá samþykkja húsnæðisáætlun um uppbyggingu þegar kemur að félagslegu húsnæði. Síðan erum við með tillögur sem snúa að breytingu á húsnæðisbótakerfinu. Að jafna stuðninginn við þá sem búa í ólíkum búsetuformum og ólíkum fjölskyldugerðum,“ segir Eygló. Hún minnir á tillögur frá verkefnastjórn um framtíð húsnæðismála að vaxta- og húsaleigubótakerfið verði því sameinað í eitt. Aðspurð hvort sú óvissa sem er uppi um framtíð Íbúðalánasjóðs auki á vanda hans, segist hún telja að það hafi allir áhyggjur af stöðu sjóðsins. Nú sé verið að vinna að skýrum tillögum um framtíðarskipulag. „Við höfum líka að sama skapi lagt áherslu á það við Íbúðalánasjóð að sjóðurinn sinni viðskiptavinum eins vel og hann mögulega getur og þar af leiðandi að það fólk sem á í viðskiptum við íbúðalánasjóð finni fyrir því að sjóðurinn er að huga að því,“ segir Eygló.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira