Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Bjarki Ármannsson skrifar 31. mars 2014 20:27 Kristín gefur í skyn að Egill Benedikt hafi ekki mætt til fyrirlestrahalds vegna leiks með FLEY. Vísir/Samsett Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttar Vísis frá því fyrir helgi þar sem Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, sagðist hafa undir höndum bréf frá háskólanum þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt er meðlimur í jazztríóinu FLEY ásamt því að sinna stöðu prófessors við Háskólann. FLEY hefur leikið saman á sjó og landi og meðal annars á skemmtiferðaskipi um nokkurra vikna skeið. Í samtali við Vísi sagðist Egill ekki geta tjáð sig í smáatriðum en segir bréfið banna sér að stunda píanóleik í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir Kristín Ingólfsdóttir rektor hinsvegar hljóðfæraleikinn ekki vandamál og að Háskóli Íslands telji „þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar.“ Aftur á móti er ýjað að því að þetta áhugamál Egils Benedikts hafi komið niður á kennslustörfum hans. Þar segir að skólinn geri „alvarlega athugasemd“ við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ Yfirlýsing rektors í heild sinni er svohljóðandi:Vegna fréttar á visir.is og í Fréttablaðinu um liðna helgi vill Háskóli Íslands að fram komi að skólinn gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri. Háskólinn telur þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar og leitast við að vera vettvangur samstarfs þessara greina.Háskólinn gerir aftur á móti alvarlega athugasemd ef starfsmenn mæta ekki til fyrirlestrahalds með nemendum á boðuðum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum eða hafi viðhlítandi skýringar á fjarveru. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hljóðfæraleikur telst ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu. Háskólinn telur mikilvægt að allir starfsmenn virði starfsskyldur sínar og skyldur við nemendur.Með bestu kveðju,Kristín Ingólfsdóttir Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttar Vísis frá því fyrir helgi þar sem Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, sagðist hafa undir höndum bréf frá háskólanum þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt er meðlimur í jazztríóinu FLEY ásamt því að sinna stöðu prófessors við Háskólann. FLEY hefur leikið saman á sjó og landi og meðal annars á skemmtiferðaskipi um nokkurra vikna skeið. Í samtali við Vísi sagðist Egill ekki geta tjáð sig í smáatriðum en segir bréfið banna sér að stunda píanóleik í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir Kristín Ingólfsdóttir rektor hinsvegar hljóðfæraleikinn ekki vandamál og að Háskóli Íslands telji „þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar.“ Aftur á móti er ýjað að því að þetta áhugamál Egils Benedikts hafi komið niður á kennslustörfum hans. Þar segir að skólinn geri „alvarlega athugasemd“ við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ Yfirlýsing rektors í heild sinni er svohljóðandi:Vegna fréttar á visir.is og í Fréttablaðinu um liðna helgi vill Háskóli Íslands að fram komi að skólinn gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri. Háskólinn telur þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar og leitast við að vera vettvangur samstarfs þessara greina.Háskólinn gerir aftur á móti alvarlega athugasemd ef starfsmenn mæta ekki til fyrirlestrahalds með nemendum á boðuðum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum eða hafi viðhlítandi skýringar á fjarveru. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hljóðfæraleikur telst ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu. Háskólinn telur mikilvægt að allir starfsmenn virði starfsskyldur sínar og skyldur við nemendur.Með bestu kveðju,Kristín Ingólfsdóttir
Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04