Sigur Rós dró hann til Íslands Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 10:00 Frakkinn Mallory Carême vill setjast hér að og finnst ólíklegt að hann flytji aftur til Frakklands Vísir/GVA „Ég held að það hafi í alvöru verið Sigur Rós sem dró mig hingað,“ segir Frakkinn Mallory Carême, nemi við Háskóla Íslands sem heldur úti Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Þar birtir hann myndir og myndbönd af upplifun sinni af Íslandi. Hann flutti til Íslands í ágúst í fyrra, en hann heillaðist af landinu eftir að hafa hlustað á hljómsveitina Sigur Rós. Þetta er í fyrsta sinn sem Carême kemur til landsins og þetta er það lengsta sem hann hefur farið frá heimahögunum í Dijon í Frakklandi. „Þetta er sennilega það klikkaðasta sem ég hef gert. Ég hef ekki ferðast mikið og þorði ekki að búast við miklu þegar ég kom hingað, því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. En þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska að vera hérna,“ segir Carême. Hann hafði aðeins verið á landinu í nokkra daga þegar hann hitti átrúnaðargoðið sitt. „Ég var að labba heim úr Bónus með poka og stoppaði á gangbraut, leit upp og þá var Jónsi í Sigur Rós við hliðina á mér. Ég fór alveg í kerfi og spurði hvort þetta væri í alvöru hann,“ segir hann og hlær. Auk þess að vera í námi í Háskóla Íslands er Carême duglegur að fara á tónleika og ýmsa viðburði. „Ég elska að fara á tónleika hér og Ísland er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara á tónleika. Það er svo mikið af frábæru tónlistarfólki hér og ég er gjörsamlega heillaður af þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hann. Carême er nokkuð ákveðinn í því að setjast hér að og langar lítið að flytja út aftur. „Í flugvélinni vissi ég að það yrði hættulegt fyrir mig að koma hingað, ég fann á mér að ég myndi ekki flytja til Frakklands aftur. Mér líður eins og ég eigi heima hérna og það sé mín köllun í lífinu að vera hér.“ Hann ætlar þó að halda áfram að setja myndir á síðuna sína og klára árið, en veit ekki hvort hann heldur áfram eftir það. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Carêmes á Íslandi og upplifa með hans augum geta elt hann á Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
„Ég held að það hafi í alvöru verið Sigur Rós sem dró mig hingað,“ segir Frakkinn Mallory Carême, nemi við Háskóla Íslands sem heldur úti Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Þar birtir hann myndir og myndbönd af upplifun sinni af Íslandi. Hann flutti til Íslands í ágúst í fyrra, en hann heillaðist af landinu eftir að hafa hlustað á hljómsveitina Sigur Rós. Þetta er í fyrsta sinn sem Carême kemur til landsins og þetta er það lengsta sem hann hefur farið frá heimahögunum í Dijon í Frakklandi. „Þetta er sennilega það klikkaðasta sem ég hef gert. Ég hef ekki ferðast mikið og þorði ekki að búast við miklu þegar ég kom hingað, því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. En þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska að vera hérna,“ segir Carême. Hann hafði aðeins verið á landinu í nokkra daga þegar hann hitti átrúnaðargoðið sitt. „Ég var að labba heim úr Bónus með poka og stoppaði á gangbraut, leit upp og þá var Jónsi í Sigur Rós við hliðina á mér. Ég fór alveg í kerfi og spurði hvort þetta væri í alvöru hann,“ segir hann og hlær. Auk þess að vera í námi í Háskóla Íslands er Carême duglegur að fara á tónleika og ýmsa viðburði. „Ég elska að fara á tónleika hér og Ísland er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara á tónleika. Það er svo mikið af frábæru tónlistarfólki hér og ég er gjörsamlega heillaður af þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hann. Carême er nokkuð ákveðinn í því að setjast hér að og langar lítið að flytja út aftur. „Í flugvélinni vissi ég að það yrði hættulegt fyrir mig að koma hingað, ég fann á mér að ég myndi ekki flytja til Frakklands aftur. Mér líður eins og ég eigi heima hérna og það sé mín köllun í lífinu að vera hér.“ Hann ætlar þó að halda áfram að setja myndir á síðuna sína og klára árið, en veit ekki hvort hann heldur áfram eftir það. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Carêmes á Íslandi og upplifa með hans augum geta elt hann á Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland.
Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið