Sigur Rós dró hann til Íslands Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 10:00 Frakkinn Mallory Carême vill setjast hér að og finnst ólíklegt að hann flytji aftur til Frakklands Vísir/GVA „Ég held að það hafi í alvöru verið Sigur Rós sem dró mig hingað,“ segir Frakkinn Mallory Carême, nemi við Háskóla Íslands sem heldur úti Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Þar birtir hann myndir og myndbönd af upplifun sinni af Íslandi. Hann flutti til Íslands í ágúst í fyrra, en hann heillaðist af landinu eftir að hafa hlustað á hljómsveitina Sigur Rós. Þetta er í fyrsta sinn sem Carême kemur til landsins og þetta er það lengsta sem hann hefur farið frá heimahögunum í Dijon í Frakklandi. „Þetta er sennilega það klikkaðasta sem ég hef gert. Ég hef ekki ferðast mikið og þorði ekki að búast við miklu þegar ég kom hingað, því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. En þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska að vera hérna,“ segir Carême. Hann hafði aðeins verið á landinu í nokkra daga þegar hann hitti átrúnaðargoðið sitt. „Ég var að labba heim úr Bónus með poka og stoppaði á gangbraut, leit upp og þá var Jónsi í Sigur Rós við hliðina á mér. Ég fór alveg í kerfi og spurði hvort þetta væri í alvöru hann,“ segir hann og hlær. Auk þess að vera í námi í Háskóla Íslands er Carême duglegur að fara á tónleika og ýmsa viðburði. „Ég elska að fara á tónleika hér og Ísland er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara á tónleika. Það er svo mikið af frábæru tónlistarfólki hér og ég er gjörsamlega heillaður af þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hann. Carême er nokkuð ákveðinn í því að setjast hér að og langar lítið að flytja út aftur. „Í flugvélinni vissi ég að það yrði hættulegt fyrir mig að koma hingað, ég fann á mér að ég myndi ekki flytja til Frakklands aftur. Mér líður eins og ég eigi heima hérna og það sé mín köllun í lífinu að vera hér.“ Hann ætlar þó að halda áfram að setja myndir á síðuna sína og klára árið, en veit ekki hvort hann heldur áfram eftir það. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Carêmes á Íslandi og upplifa með hans augum geta elt hann á Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
„Ég held að það hafi í alvöru verið Sigur Rós sem dró mig hingað,“ segir Frakkinn Mallory Carême, nemi við Háskóla Íslands sem heldur úti Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland. Þar birtir hann myndir og myndbönd af upplifun sinni af Íslandi. Hann flutti til Íslands í ágúst í fyrra, en hann heillaðist af landinu eftir að hafa hlustað á hljómsveitina Sigur Rós. Þetta er í fyrsta sinn sem Carême kemur til landsins og þetta er það lengsta sem hann hefur farið frá heimahögunum í Dijon í Frakklandi. „Þetta er sennilega það klikkaðasta sem ég hef gert. Ég hef ekki ferðast mikið og þorði ekki að búast við miklu þegar ég kom hingað, því ég vildi ekki verða fyrir vonbrigðum. En þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég elska að vera hérna,“ segir Carême. Hann hafði aðeins verið á landinu í nokkra daga þegar hann hitti átrúnaðargoðið sitt. „Ég var að labba heim úr Bónus með poka og stoppaði á gangbraut, leit upp og þá var Jónsi í Sigur Rós við hliðina á mér. Ég fór alveg í kerfi og spurði hvort þetta væri í alvöru hann,“ segir hann og hlær. Auk þess að vera í námi í Háskóla Íslands er Carême duglegur að fara á tónleika og ýmsa viðburði. „Ég elska að fara á tónleika hér og Ísland er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara á tónleika. Það er svo mikið af frábæru tónlistarfólki hér og ég er gjörsamlega heillaður af þessu hæfileikaríka fólki,“ segir hann. Carême er nokkuð ákveðinn í því að setjast hér að og langar lítið að flytja út aftur. „Í flugvélinni vissi ég að það yrði hættulegt fyrir mig að koma hingað, ég fann á mér að ég myndi ekki flytja til Frakklands aftur. Mér líður eins og ég eigi heima hérna og það sé mín köllun í lífinu að vera hér.“ Hann ætlar þó að halda áfram að setja myndir á síðuna sína og klára árið, en veit ekki hvort hann heldur áfram eftir það. Þeir sem vilja fylgjast með ferðum Carêmes á Íslandi og upplifa með hans augum geta elt hann á Facebook- og Instagram-síðunum A Year in Iceland.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira