Pólskur hjúkrunarfræðingur fær starfsleyfi eftir átta ára baráttu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. júlí 2015 07:00 Kári Hólmar Ragnarsson, lögmaður konunnar. Velferðarráðuneytið hefur gert Landlæknisembættinu að heimila pólskum hjúkrunarfræðingi að starfa sem slíkur. Konan, sem sótti fyrst um starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi árið 2007, er fædd í Póllandi. Hún lauk námi sem hjúkrunarfræðingur árið 1985 og starfaði sem slíkur í Póllandi í 20 ár. Þegar konan kom til Íslands sótti hún um starfsleyfi sem sjúkraliði og byggði það á menntun sinni sem hjúkrunarfræðingur. Starfsleyfi konunnar sem sjúkraliði var gefið út af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu árið 2007. Síðar sama ár sótti hún um starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur. Niðurstaða Landlæknis, sem síðan var staðfest af velferðarráðuneytinu, byggði á afstöðu hjúkrunarráðs sem taldi konuna ekki uppfylla viðmið um menntunarstig. Ráðuneytið sendi þau gögn sem konan lagði fram við meðferð málsins til stjórnvalda í Póllandi til að fá frekari skýringar á námi hennar, starfsheiti og viðeigandi vottorðum og hvort þau séu í samræmi við reglur um slík starfsleyfi. Í svörum frá Póllandi er staðfest að konan uppfylli vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem heimili henni að starfa þar í landi. Hún uppfylli Evrópustaðla um áunnin réttindi og starfsreynslu. Kári Hólmar Ragnarsson lögmaður konunnar, undrast langa málsmeðferð og vinnubrögðunum. Ekkert hafi breyst í málinu frá byrjun. „Hún sótti um leyfi frá ráðuneytinu og fékk nei. Hún kærði þá ákvörðun og fékk aftur nei,“ segir Kári. Konan hafi þá ráðið lögmann. „Eina sem vantaði var að ráðuneytið nýtti sér samevrópskt samskiptakerfi til að spyrja pólsk yfirvöld hvort menntun hennar væri í samræmi við Evróputilskipunina og þau svara bara já.“ Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Velferðarráðuneytið hefur gert Landlæknisembættinu að heimila pólskum hjúkrunarfræðingi að starfa sem slíkur. Konan, sem sótti fyrst um starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi árið 2007, er fædd í Póllandi. Hún lauk námi sem hjúkrunarfræðingur árið 1985 og starfaði sem slíkur í Póllandi í 20 ár. Þegar konan kom til Íslands sótti hún um starfsleyfi sem sjúkraliði og byggði það á menntun sinni sem hjúkrunarfræðingur. Starfsleyfi konunnar sem sjúkraliði var gefið út af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu árið 2007. Síðar sama ár sótti hún um starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur. Niðurstaða Landlæknis, sem síðan var staðfest af velferðarráðuneytinu, byggði á afstöðu hjúkrunarráðs sem taldi konuna ekki uppfylla viðmið um menntunarstig. Ráðuneytið sendi þau gögn sem konan lagði fram við meðferð málsins til stjórnvalda í Póllandi til að fá frekari skýringar á námi hennar, starfsheiti og viðeigandi vottorðum og hvort þau séu í samræmi við reglur um slík starfsleyfi. Í svörum frá Póllandi er staðfest að konan uppfylli vitnisburð um formlega menntun og hæfi, sem heimili henni að starfa þar í landi. Hún uppfylli Evrópustaðla um áunnin réttindi og starfsreynslu. Kári Hólmar Ragnarsson lögmaður konunnar, undrast langa málsmeðferð og vinnubrögðunum. Ekkert hafi breyst í málinu frá byrjun. „Hún sótti um leyfi frá ráðuneytinu og fékk nei. Hún kærði þá ákvörðun og fékk aftur nei,“ segir Kári. Konan hafi þá ráðið lögmann. „Eina sem vantaði var að ráðuneytið nýtti sér samevrópskt samskiptakerfi til að spyrja pólsk yfirvöld hvort menntun hennar væri í samræmi við Evróputilskipunina og þau svara bara já.“
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira